Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Side 98
HERMANN STEFÁNSSON
mynd hefur heyrst fleygt að Björk Guðmuiidsdótrir fari með hlutverk
Olafar.4 Þó er ekki að sjá að allt sé fengið með kvikmyndarétti sögunnar
því persónusköpunin er óunnin, bókin sýnir lesendum aldrei nálæga
mynd af persónuleika Olafar, hvergi ghtrir í eitthvað sem gæti verið
söguhetja í ktdkmynd. Oskýr persónusköpun Olafar er helsti galli bókar-
innar og á sér að sumu leyti skjringar í skorri á heimildum. „Dagbækur
og sendibréf eru oftast uppistaðan og aðalheimildir við gerð ævisagna á
borð við söguna sem hér hefur verið sögð,“ segir Inga Dóra í efrirmála
um heimildir bókarinnar og bætir við að hvorki hafi fundist bréf né dag-
bækur úr fórum Olafar sem eðlilega setji ritverkinu skorður (bls. 232).
Skorðurnar valda þ\ri að persónusköpunin fer mestanpart forgörðum;
verkið minnir á mósaíkmynd af aðskiljanlegustu heimildum sem allar
veita sýn á viðfangsefnið úr fjarska, þúsund öfugir sjónaukar úr öllum átt-
um en engin nánd, hvergi kviknar sú tilfinrúng að þarna hafi ævisagan
viðfangsefni sitt í hendi sér, þarna hggi kjami Olafar, ljós undir mælikeri.
Akveðin óþreyja kviknar með lesandantun og það er eins og höfundurinn
deili þeirri óþreyju: að langa ril að komast nær Ólöfu en hún kemst.
Hvað hugsaði Olöf? Hvaða augum leit hún sjálfa sig? Hvaða orð hefði
hún haft um sitt mikla spil? Gerði hún grín að öllu og skellihló eða sat í
eldhúsinu og talaði um hugsjón og sýnir? Það myndast ekki spenna miHi
allsherjar lífslygi Olafar og þess sem í raun og veru bjó að bald. Spennan
milli sannleika og blekkingar er engin. I raun kemst lesandinn næst
Olöfu í ljósmyndum af henni, fólki í kringum hana og af umhverfi henn-
ar sem Inga Dóra hefur viðað að sér. Textinn sjálfur sýnir hana í gleið-
linsu en ekki nærmynd. Ein setning, þó ekki hefði verið meira, úr bréfi
frá Olöfu eða dagbók, ein seming hefði ef til vill nægt til að lesandanum
fyndist hann einhverju nær.
Eða gengur þessi krafa þvert á sjálfa sögu Olafar? Það getur verið. Þá
vaknar spurningin hvort ekki hefði mátt ljúga. Hefði mátt gera sér í hug-
arlund hvað manneskja í sh'kri aðstöðu hugsar og skrásetja það? Inga
Dóra fer ekki þá leið að Ijúga, gengur ekki langt í því að gera sér hlutina
í hugarlund; þó má sjá þessa stað, orð sem ýfa upp vitund um túlkun,
orðalag eins og „ugglaust“, „án efa“, „líklega", „vafalaust“ (orð sem
merkja ég veitþað ekki) þegar höfundur leyfir sér getgátur um líðan, hugs-
anir og persónuleika Olafar. Þótt varlega sé farið er túlkunin þarna samt
4 Sjá DV21. 12. 2004.
96