Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 99
STRENGURINN Á MILLI SANNLEIKA OG LYGI
og undan henni verður ekki komist.5 Fengur hefði verið að því að heyra
hreinlega samtöl í eldhúsi þeirra Slayton hjóna sem Olöf bjó hjá um ára-
tuga skeið og voru vinnuveitendur hennar og velgjörðarmenn. Það hefði
mátt hlýða á Olöfu hugsa upphátt þegar hún gekk af fyrirlestri eins og
þingmaðurinn William Jennings Bryan gerir í upphafi bókar. Þetta væri
ekki spurning um að ljúga og réttlæta það svo, heldur að átta sig á að ævi-
sagnaritarinn er ekki að segja fullan, hlutlægan, vísindalegan sannleika
um ævi einhvers heldur að stunda persónusköpun. Ævisaga Olafar er
hefðbundin heimildaritgerð sem vegna skorts á heimildum nær ekki að
grípa lesandann. Inga Dóra heldur með viðfangsefninu án þess að kom-
ast nálægt því. I undirkaflanum „Hver var mesti sökudólgurinn?“ í nið-
urlagi bókarinnar segir Inga Dóra:
Eg hef fram til þessa forðast að fella siðferðislegan dóm yfir
starfsemi Ólafar, en einni spurningu er enn ósvarað: Hver var
mesti sökudólgurinn? Var það samfélagið sem dæmdi fólk á
borð við Ólöfu fyrirfram úr leik? Eða var það Ólöf sem tók til
sinna ráða og lék á samfélagið? (bls. 230).
Spurningin er: Hver er svo sekur? Spyrja má hvort svarið geti verið ein-
hlítt og hvort spurningin eigi við. Mér er næst að halda að þótt leitun sé
að áhugaverðara söguefhi sé óáhugaverðari spurning í lokaorðum vand-
fundin.
Engu að síður býr í sögu Olafar áhugaverð þversögn þar sem blekking
og afhjúpun virðast haldast í hendur. Hugmyndaheimur vestræns al-
mennings á þessum tíma verður einkar skýr í ljósi blekkinga Ólafar, hug-
myndir hans um hið framandi og exótíska og viðhorf til þeirra sem eru
öðruvísi en þorrinn verða mjög ljós þegar þau eru skoðuð í skirn loddar-
ans. Verið getur að blekkingar á svo stórum skala séu alltaf á einhvern
hátt um leið afhjúpandi.
Hér á heima í beinu ffamhaldi lítdl saga úr veröld bloggsins. Bandarísk
5 Matthías Vlðar Sæmundsson leyfir sér miHu meira í ævisögu Héðins Valdimarsson-
ar (Matthías Viðar Sæmundsson, Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey, JPV, Reykjavík,
2004), spinnur upp heilu samtölin og skýtur sér beint inn í höfuðið á Héðni. Matthí-
as gengur lengra en áður hefur verið gert, er djarfari í að þurrka út mun skáldskap-
ar og fræða og setja ný viðmið. Þessi aðferð hefði átt vel við hér. A hinn bóginn hef-
ur Matthías Viðar fleiri heimildir - og heimild gefur heimild.
97