Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Síða 100
HERMANN STEFÁNSSON
bloggsíða náði gríðarlegum vinsældum. Þar mátti lesa daglegar hugleið-
ingar unglingsstúlku að naíni Caycee sem var haldin banvænu krabba-
meini, hvítblæði. A síðunni, sem vinur stúlkunnar og velgjörðarmaður í
Kanada uppfærði, gat að líta myndir af henni og ýmiss konar texta.
Raunar urðu bloggsíðurnar tvær því móðir hennar, Debbie, setti einnig
hugleiðingar sínar á skjáinn, hún sagði frá því hvernig væri að vera móð-
ir stúlku sem hún vissi að myndi deyja. Stundum hrakaði heilsunni, hún
lagðist á spítala, svo braggaðist hún á nýjan leik, stundum liðu dagarnir
eins og í sögu við sitt amstur og með sínum litlu gleðistundum. Lesend-
um bloggsíðunnar fjölgaði, hún varð geysilega vinsæl, New York Times
vimaði í hana, stúlkan gaf upp símanúmerið sitt á síðunni og sumir af les-
endunum hringdu í hana til að hvetja hana áfram í baráttunni fýrir lífi
sínu, aðallega þó velgjörðarmaður þeirra og umsjónarmaður síðunnar
sem talaði við báðar mæðgurnar og minnist þess að hafa fyrst í stað þótt
þær líkar í röddinni. Þetta var eins og framhaldsþáttur að öðiu leyti en
því að þátturinn var raunverulegur. Arin liðu. Svo kom að því að stúlkan
dó, rétt áður en velgjörðarmaðurinn náði að heimsækja hana. Samúðar-
skeytum rigndi yfir fjölskylduna og einnig gjöfum. Fljótlega eftir lát
stúlkunnar tók einhvern í netheimum að gruna að ekki væri allt með
felldu. Og með undraskjótum hætti komust lesendur bloggsins að því að
ljósmyndin var af allt annarri stúlku, krabbameinsstúlkan hét ekki
Caycee, enginn hafði dáið, enginn hafði einu sinni haft krabbamein.
Konan sem stóð á bak við skrifin varði sig með því að hún hefði þekkt
persónulega til slíkra aðstæðna og viljað vekja athygli á þeim og samhug
með baráttu krabbameinssjúklinga. Það reyndist einnig lygi, hún hafði
aldrei haft neitt af krabbameinssjúklingum að segja né komist í tæri við
krabbamein með öðrum hætti. Netverjar komust einnig að því að engin
rökrétt ástæða var fyrir þessari íburðarmiklu blekkingu sem stóð yfir í
þrjú ár, „mæðgurnar" höfðu engan fjárhagslegan ávinning af leiknum.6
Hver var mesti sökudólgurinn? Líklegast bara hreinlega lygarinn sjálf-
ur í ákafri þörf sinni fyrir samúð og vorkunn, þótt sjálfsagt megi leiða að
því rök að lesendur hafi átt blekkinguna skilda fyrir trúgirni sína og
gagnrýnisleysi. Engan sakaði að ráði. Hefði málið horft öðruvísi við ef
6 Vitnað efdr Adam Geitgey, „The Caycee Nicole (Swenson) FAQ“, í IVe’ve Got Blog:
How Weblogs are Changing Our Culture, ritstj. Rebecca Blood, Perseus Publishing,
Cambridge, 2002. Sjá einnig frásögn umsjónarmanns bloggsíðu Caycee á vefslóð-
inni: http://bigwhiteguy.com/mess.php. Skoðað 30. desember 2004.
98