Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 106
JON OLAFSSON
mannafé" eins og það var gjaman orðað í þingnefndarumræðurn og yfir-
heyrslum um þessi mál og sem græfu undan trausti á vísindum með því
að falsa gögn eða niðurstöður.2
Meðal umtalaðri bóka þessa tímabils var ritið Betrayers of the Truth:
Fraud and Deceit in the Halls ofScience sem blaðamennimir Wilham Broad
og Nicholas Wade skrifuðu, en báðir vom þeir þekktir og þaulreyndir
vísindablaðamenn sem meðal annars höfðu starfað fyrir The New York
Times. Broad og Wade héldu því ffam í bók sinni að „sannleikssvikarar“
væm fjölmennir í vísindum og áhrifamikhr og af þeim sökum væm vís-
indin eins og við þekkjum þau í stórkostlegri hættu. Þeir lýstu þ\7í hvern-
ig framapot og memaðargirni vísindamanna hefði víða leitt vísindarann-
sóknir í hreinar ógöngur. Hugsjónin um heiðarlega leit að hlutlægum
sannleika hafði að þeirra áliti víða vikið vegna hins rnikla þrýstings sem
vísindamenn búa við um að birta, hvað sem það kostar en verða undir í
samkeppni um stöður og rannsóknafé ella. Þessar aðstæður kimni smátt
og smátt að draga úr vandvirkni við rannsóknir og gjaldfella um leið
mælingar, rannsóknir og svo framvegis. Þannig sé hættan sú að vísindun-
um hraki verði ekkert að gert. Þeir sem snemst til varnar héldu því hins
vegar ffam að þótt vissulega væm svik alvarlegt vandamál í vísindasam-
félaginu, þá byggju vísindamenn líka yfir leiðum til að uppgötva og koma
í veg fyrir svik.3 * *
Broad og Wade, rétt eins og margir aðrir sem á þessum tíma blönd-
uðu sér í umræður um stöðu ffæða og vísinda, höfðu ekki aðeins áhyggj-
ur af því að beinar falsanir spilltu fi-rir trúverðugleika vísindamanna.
Ahyggjuefhi þeirra var ekki síður að óheilbrigð viðhorf kyrrnu að grafa
um sig í vísindasamfélaginu og farið væri að draga hlutlægni vísindalegr-
ar aðferðar í efa. I umræðum um vísindasvik birtist því tvíþætt afstaða.
Annars vegar var um að ræða krossferð gegn meintmn svikum, hins veg-
ar tilraun til að sýna fram á að rætur slíkra svika væra ekki aðeins kröfu-
harka vísindasamfélagsins heldur einnig efasemdir um hlutlægni og
sannleika. A undanförnum 20-30 ámm hefur þetta tvennt oft runnið
2 Sjá um þetta til dæmis umfjöllun Daniels J. Kevles. Tbe Baltimore Case. A Trial oýPo-
litics, Science and Character. London and New York: Norton & Co., 1998, bls.
104-108.
3 David Joravsky. „Unholy Science.“ The New York Review ofBooks, 13. október 1983.
William Broad og Nicholas Wade. Betrayeis of the Truth: Fraud and Deceit in the
Halls ofScience. New York: Simon and Shuster, 1982.