Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 109
FÖLSUÐ FRÆÐI
is hugsa sér eftirfarandi fimm flokka. Slík flokkun er að sjálfsögðu aldrei
einhlít og innan hvers flokks er rúm fyrir skiptar skoðanir um hvort ein-
stök tilfelli teljist svik eða ekki:
1. Fölsun
2. Svindl
3. Stuldur
a. á texta
b. á hugmyndum
c. á niðurstöðum
4. Misnotkun
5. Mistúlkun
Fyrsti flokkurinn, fölsun, má segja að sé grófasta tegund svika, því að þar
er á ferðinni sú ásökun að höfundur eða rannsakandi falsi niðurstöður
sem réttlæta ályktanir hans eða jafnvel kenningu. Falsanir eru sennilega
algengastar í raunvísindum og þegar þessi mál voru sem umræddust í
Bandaríkjunum fyrir um 20 árum beindist athygli manna fyrst og fremst
að beinum fölsunum tilraunaniðurstaðna. Vísinda- og menningarsaga er
auðvitað full af fölsunum og fall þeirra sem gerast sekir um þær stundum
hátt. Eitt dæmi um slíkt er meint gagnafölsun Cyrils Burt, sálffæðings-
ins sem talinn var hafa falsað rannsóknagögn til að sýna fram á gagnsemi
greindarprófa. Eftir að Burt lést árið 1971 kom ffarn rökstuddur grunur
um að hann hefði búið til niðurstöður um rannsóknir á eineggja tví-
burum til að styrkja þá kenningu að samband væri á milli greindar og
arfgerðar.7 Annað umdeilt mál af öðru sviði sem einnig varðar fölsun eru
viðtöl rússneska ævisöguritarans Solomons Volkov við tónskáldið Dmitri
Shostakovitsj, en marga hefur grunað að sumt af því sem Shostakovitsj á
að hafa sagt í samtölum við Volkov hafi hann aldrei sagt og Volkov hafi
því dregið upp alranga mynd af hugmyndum hans, ekki síst póhtískri af-
stöðu hans. Þetta verður þó aldrei sannað með neinum afgerandi hætti
því að bókin kom ekki út fyrr en að Shostakovitsj látnum.8
7 David Joravsky, „Unholy Science“. Sjá einnig William H. Tucker. „Re-reconsider-
ing Burt: Beyond a reasonable doubtJoumal of the History ofthe Behavioral Sciences,
Volume 33 (1997), Issue 2, bls. 145-162. Sjá ennfremur vefsíðu Indianaháskóla um
mannlega greind http://www.indiana.edu/~intell/burtaffair.shtml (sótt 30. desem-
ber 2004).
Siá Orlando Fiees. „The Truth about Shostakovich." The Netv York Review of Books,
10. júní 2004.
107
s