Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 110
JÓN ÓLAFSSON
Næsti flokkur, það sem ég kalla svindl, er dálítið önnur tegund s\ika.
Fölsun er yfirleitt fólgin í tilbúningi staðreynda sem ályktanir eru svo
dregnar af. Vísindamaðurinn á, samkvæmt kúnstarinnar reglum, að fá
niðurstöður sínar með rannsókn af áktæðnu tagi. Stdndlarinn lagar hins
vegar gögnin sem hann vinnur með eða setur þau ffam með villandi
hætti. Að stdndla er þá einfaldlega að haga rannsókn eða úrvinnslu gagna
þannig að það samræmist ekki viðurkenndum eða viðteknum aðferðmn.
Það má orða þetta svo að svindlarinn beiti röksemdafærslu sem byggir á
ákveðinni aðferðafræði en í raun leggur hann þessa aðferðafræði alls ekki
til grundvallar. Svindl getur falist í að hagræða eða breyta rannsóknanið-
urstöðum en það getur líka verið fólgið í þ\d að nota úrvinnslu annarra
eða setja fram hugmyndir og niðurstöður af handahófi. Munurinn á
sttindb og fölstm er þá í hnotskurn sá að fölsun er uppspuni en svindl
hagræðing.
Þriðja flokkinn, stuld, þarf að greina ffá fölsun og svindli. Þegar um
stuld er að ræða er í sjálfu sér ekkert athugavert \tið staðreyndirnar sjálf-
ar og það er heldur ekki endilega neitt athugavert \tið hvemig þær em
fengnar. Eignarhaldið er rangfært. Það er gagnlegt að hugsa mn þrjár
tegundir stuldar: I fyrsta lagi getum við talað um textastuld þar sem einn
höfundm tekm orðalag, skýringu eða eitthvað annað upp eftir öðrum
höfundi og birtir sem sína eigin. Onnur tegund stuldar birtist í því að
einn höfundur tekm upp hugmyndir annars höfundar og þá gildir jahivel
einu hvort um er að ræða vísindalegar eða listrænar hugmyndir og gerir
að sínum. Þessi tegund svika getur orðið mjög flókin. I Bandaríkjunmn
og Bretlandi hefur fjöldi sttikamála komið upp þar sem ákæruefnið er
textatengsl frekar en textastuldm og þar sem ákveðin hugmynd, hugsan-
lega persóna eða lífshlaup ef um skáldskap er að ræða, er tekin upp eða,
sem dæmi em um í sagnfræði, einn höfundm líkir eftir sjónarhorni eða
frásagnarstíl annars höfundar. I þriðja lagi höfum við svo stuld á niður-
stöðum þar sem til dæmis lokaniðurstöðu rannsóknar, eða rannsókn í
heild sinni er stolið. Þetta getur gerst á ýmsa vegu, allt frá því að fræði-
legu ritverki, til dæmis tímaritsgrein sé stolið og hún birt undir nafiii
þjófsins. Einnig má hugsa sér að ákveðnum hluta rannsóknaniðmstaðna
sé stolið og þær nýttar í öðm samhengi og svo má áfram telja. Það er
mikilvægt að hafa í huga að stuldur eða eignun getm samræmst úntiimslu
og umtalsverðu framlagi þjófsins. Mörg dæmi era til um stuld í fræðum
og vísindum þar sem þjófurinn nýtir sér hið stolna efni með þeim hætti
108