Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 113
FÖLSUÐ FRÆÐI
undarrétti og fyrir að hafa brotið á siðferðilegum rétti höfundarins á
eigin verki.12
Það má ef til vill gera þann almenna og langt í frá algilda greinarmun
á svikum í húmanískum fræðum og skrifum annars vegar og tilraunavís-
indum - einkum raunvísindum - hins vegar, að þar sem húmanísk fræði
snúast að miklu leyti um texta - meðferð hans, skilning á honum, röklega
byggingu og svo framvegis - þá varði sviksemi í þeim fremur úrvinnsl-
una heldur en gagnaöflunina. Auðvitað kemur fölsun gagna eða niður-
staðna fyrir í grein eins og sagnfræði, svo dæmi sé tekið, og auðvitað stela
menn hver frá öðrum í öllum greinum hugvísinda. En í húmanískum
fræðum eða hugvísindum er túlkun og meðferð texta, rökstuðningur og
úrvinnsla hugmynda í mörgum tilfellum aðalatriðið um hvort fræðilegt
verk telst vel heppnað eða ekki. Þetta sést ágætlega á málsatvikum í
ákæru Stephens Spender. Það sem hann fann sérstaklega að, og það sem
réði í raun úrsHtum í málinu, var hstræn og efnisleg meðferð Leavitts á
æviminningum hans. Það er að sjálfsögðu algengt að skáldsagnahöfund-
ar fái hugmyndir úr verkum annarra, skáldverkum jafht sem fræðiritum,
en það er ekld sama hvernig þeir vinna úr þessum hugmyndum. Það er
ekki síður algengt að einn höfundur taki upp hugmynd annars og vinni
úr henni á frjórri og merkilegri hátt heldur en upprunalegur höfundur
hefði verið fær um. I kvikmyndinni Amadeus er kostuleg sena sem lýsir
slíku atviki: Antonio Saheri semur stuttan og klossaðan mars Mozart til
heiðurs og hamrar hann á þeirra tíma píanó. Mozart sest við hljóðfærið
og hermir eftír stefinu um leið og hann vinnur úr því miklu léttara og
áheyrilegra smáverk. Hugmyndin er Salieris og verkið er hans. En allt
sem gerir það áheyrilegt er frá Mozart komið.13
Háð og eftirhermur sem eru svo snar þáttur í veraldlegri listsköpun
sýna okkur líka að svindl, falsanir og stuldur geta leikið margrætt hlut-
verk í ffæðilegum og listrænum verkum. Þess vegna skiptir svo miklu
máfr að spyrja um úrvinnslu þegar fjallað er um sviksemi. Það nægir ekki
að benda á fölsun, svindl, stuld, misnotkun eða mistúlkun. Allt sfrkt get-
ur haft sitt hlutverk í verki, hver svo sem ætlun höfundarins er.
Ævisaga sú, sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson sendi frá sér í nóv-
12 James Atlas. „Who owns a Life? Ask a Poet, When His Is Tumed Into Fiction.“ The
New York Times 20. febrúar 1994.
13 Milos Forman. Amadeus (1984). Gerð eftir leikriti Peters Schaffer sem einnig skrif-
ar handrit myndarinnar.
III