Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Qupperneq 114
JÓN ÓLAFSSON
ember 2003 og ber titilinn Halldár. Ævisaga Halldórs Kiljans Laxness
1902-1932, hefur skapað nokkra urnræðu hér á landi um hvaða kröfur
eigi að gera til höfunda íf æðirita og ævisagna um heimildanotkun og efn-
ismeðferð. Viðbrögð háskólasamfélagsins við alvarlegum ásökunum um
svik hafa einnig vakið upp margar spumingar. Við fyrstu sýn falla \dmiu-
brögð Hannesar trndir þriðja flokkmn hér, það er stuld, þar sem haim
tekur í gríðarlega miklum mæh til sín texta annarra höfunda og gerir að
sínum, eins og Helga Kress hefur sýnt fram á með ítarlegri skýrslu sinni
um vinnubrögð Hannesar og í greinum sem hún hefur birt um þau í
tímaritinu SöguH
En þegar íræðileg vinna sem liggur að baki verkinu er tekin til athug-
unar út frá texta þess sjálfs, framsetningu, uppbyggingu, rökstuðningi,
efiiivið, lýsingum og niðurstöðum, er þó ekki alveg einfalt mál að sjá
hvernig best er að flokka þau svik sem menn þykjast sjá að einkenni
samningu bókarinnar. Helga Kress sýnir fram á það svo engum getur
blandast hugur um, að verk Hannesar einkennist af margn'slegri texta-
töku, sem hún kallar svo. Textatakan brýtur að fikindum í bága við höf-
undalög í mörgum tilfellum, enda hefur fjölskylda Halldórs Laxness lagt
fram kæru vegna notkunar Hannesar á textum Halldórs.15 Ennfremur
eru mörg sláandi dæmi um það í skýrslu Helgu að í verkinu séu teknar
upp niðurstöður, hugmyndir og rökstuðningur annarra fræðimanna,
einkum Svíans Peters Hallberg, eins og um rannsókrúr og niðurstöður
Hannesar sjálfs sé að ræða þó að í sumum tilfellum sé vísað til réttra eig-
enda shkra niðurstaðna. Hins vegar vaknar óhjákvæmilega sú spuming
við lestur bókarinnar hvort ritstuldurinn sjálfur sé alvarlegasti galli henn-
ar. Ritstuldur er nefnilega dálítið sérkennileg tegund af þjófnaði. Hann
fer fram um hábjartan dag, að segja má, og án þess að þjófurinn reyni
beinlínis að leyna honum (þó að visstdega geti hann í sumum tdlfellum
gert sér vonir um að hann komist ekki upp, sé hann sér þá yfirleitt með-
vitaður um hann).
14 Helga Kress. Eftir Hvem? Skýrsla um m.eðferd texta og tilvitnana íbók Hannesar Hólm-
steins Gissurarsotiar, Halldór Ævisaga Halldórs Kiljans Laxness 1902-1932. Almenna
bókafe'lagið 2003. Birt á vefsíðu Helgu: www.hi.is/~helga. Sótt 30. desember 2004.
Sjá einnig Helga Kress. „Meðal annarra orða. Um aðferðafræði og vinnubrögð \ið
ritun ævisögu Halldórs Laxness. Fjrri hluti.“ Saga 42. árg. (2004), 1. hefti; Helga
Kress. „Meðal annarra orða. Um aðferðafræði og rinnubrögð við ritun ævisögu
Halldórs Laxness. Síðari hluti.“ Saga 42. árg. (2004), 2. hefri.
13 Sjá „Dætrum Laxness sýnd próförk af bók minni“, Morgunblaðið 24. nóvember 2004.