Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 118
JÓN ÓLAFSSON
haft mikil not af þegar upp er staðið. í öðru lagi er það sem Hannes lýsir
svo, að ævisöguhöfundur sem hefur eitthvað að segja tun viðfangsefni
ævisögu sinnar, dregur ályktanir, setur fram hugmyndir og kemst jafnvel
að niðurstöðum, troði slíku „niður í kok lesenda“. Að sjálfsögðu er það
ekki ítroðsla þegar höfundur ævisögu eða fræðilegs verks dregur ályktan-
ir eða kemst að niðurstöðu sem byggð er á heimildavinnu, hugsun um
heimildir og úrvinnslu þeirra. Hannes virðist leggja ólíka hlutd að jöíhu:
Annars vegar það að slá ffam dylgjum, hálfkveðnum vísum eða órök-
studdum skoðunum; hins vegar að komast að niðurstöðum með því að
beita ákveðnum röksmðningi, heimildarýni og úrvinnslu.
Það má því gera tvenns konar athugasemdir við verk Hannesar sem
varða sviksamleg vinnubrögð, en það er annars vegar stuldur og hins
vegar svindl í úrvinnslu textans sem í tilfelli hans felst í meðHtuðu úr-
vinnsluleysi. Þetta tvennt tengist að sjálfsögðu: Sú staðreynd að texti
bókarinnar er að miklu leyú fenginn frá öðrum höfundum gerir að verk-
um að krafan um úrvinnslu verður ennþá meiri en annars hefði verið. Því
eru neðanmálsgreinar eða „fótnótur" ekkert aðalatriði og þaðan af síður
gæsalappir.21 Þó að Hannes hefði bætt við neðanmálsgreinum og tilvís-
tmum hefði það litlu breytt tun eðli verks hans. Hins vegar má segja að
meiri vinna með textann sjálfan og tilraun til að leggja skilning í og túlka
viðfangsefhið hefðu getað gert mikið fýrir verkið. Textastuldurinn er eft-
ir sem áður uppspretta megingagnrýninnar og nú málaferla á hendur
Hannesi. Hann hangir hins vegar saman við úrvinnsluleysið og verður
ekki metdnn tdl fulls nema í því samhengi.
A endanum hlýtur sú spurning að vakna, um verk Hannesar Hólm-
steins Gissurarsonar rétt eins og önnur verk sem sögð eru svikin vara,
hver það sé sem fyrir svikunum verður - hver er svikinn? Einfalda svar-
ið er að notandinn sé svikinn - hver svo sem hann er hverju sinni. En
hvað ef notandinn verður svikanna ekki var, eða stendur á sama þegar
upp er staðið? Ef tdl vill er þeirri spurningu best svarað með samanburði
við málverkafalsanir. Málverk eru rándýrir hlutdr sem fólk kaupir meðal
annars í því skyni að fjárfesta. Þess vegna hefur það beinar efhahagsleg-
ar afleiðingar að málverk sé fölsun eða stæling. Slík uppgötxmn gerir það
21 Sumir þeirra sem skrifuðu greinar til vamar Hannesi í blaðadeilunum unr ritstuld-
armál hans gerðu lítið úr gagnrýnendum hans með þ\d að uppnefna þá og kalla
meðal annars „fótnótufræðinga". Sjá Jakob F. Asgeirsson. „Fótnótufræðingamir og
Hannes.“ Viðskiptablaðið 7. janúar 2004.
i ió