Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Side 119
FOLSUÐ FRÆÐI
í flestum tilfellum verðlaust. Nú getur vel verið að eigandi verks sem hef-
ur eignast það í góðri trú en kemst svo að því að það er fölsun meti verk-
ið ekki síður en áður og honum finrúst jafnmikil stofuprýði að því
fölsuðu sem ófölsuðu. En þessi afstaða hans breytir engu um verðið. A
sama hátt er ekkert við því að segja þó að einhverjir lesendur bókar sem
full er af stuldi og svindli lesi hana sér engu að síður til ánægju - sú stað-
reynd er ekki rök fyrir gæðum verksins, eða rök sem hægt er að nota til
að sýna fram á að ekld sé um neina sviksemi að ræða í verkinu. Þannig er
notandinn eða neytandinn sá sem fyrir svikunum verður í þeim einfalda
skilningi að það sem sagt var hafa mikið verðgildi er í raun verðlaust.
Flökkusögur um svindlritgerðir
Stúdentafélög við bandaríska háskóla koma sér gjarnan upp gagnasöfn-
um um kennara, námskröfur, próf og ritgerðir. Algengt er að góðar rit-
gerðir séu nýttar aftur og aftur í einhverri mynd, ýmist í heild sinni eða,
sem skynsamlegra er, sem uppspretta fyrir hugmyndir, röksemdafærslur,
heimildir og fleira. Við Columbiaháskóla í New York er ffæg saga um rit-
gerð sem fjallaði um skáldsöguna Moby Dick en einn kennari hafði
nokkrum sinmrm séð áhrif hennar, svo vægt sé til orða tekið, í ritgerðum
nemenda sinna. Þetta var að stofni til úrvalsritgerð og ekki spillti
skemmtileg teikning af hvalnum á forsíðunni. Svo var það einn nemandi
sem þurfti að koma frá sér valritgerð í hasti og fór í safnið í stúdentafé-
lagi sínu og fann ritgerðina um Moby Dick. Hann hafði engan tíma til að
vinna neitt úr henni en skrifaði hana upp í fljótheitum. Aður en hann
skilaði hugsaði hann þó með sér að það væri of áhættusamt að nota
myndina, svo hann skilaði ritgerðinni án myndskreytinga. Þegar kennar-
inn skilaði frá sér einkunnum nokkrum dögum seinna kom það nemand-
anum á óvart að einkunnin fyrir ritgerðina var C en ritgerðin hafði aldrei
fengið undir A, að því er honum hafði verið sagt. I athugasemdum sín-
um minntist kennarinn þó ekkert á ritstuld. Nemandinn var nógu djarf-
ur til að fara til kennarans og óska skýringa á þessari einkunn og sagðist
hafa átt von á að fá hærra. Já, sagði kennarinn þegar hann leit á ritgerð-
ina, ég lækkaði þig af því að þú slepptir forsíðumyndinni.
Þessi saga segir sitt um ritstuld í bandarískum háskólum — hann er og
hefur lengi verið vandamál þar, eins og vafalaust víða annars staðar.
Sömu vandamál hafa ef til vill ekki þekkst hér á landi í jafn miklum mæli
ZI7