Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 133
HÖFUNDARRÉTTUR OG AFDRIF FALSAÐRA MYNDLISTARVERKA
sá er upptaka beinist gegn verður að vera aðili að því máli sem rekið er
til að eignaupptakan nái fram að ganga. Ekki er heimild til þess sam-
kvæmt hegningarlögunum að hafa önnur afskipti af munum er hafa orð-
ið til við brot en gera þá upptæka en eignaupptaka felur það í sér að rík-
ið verður eigandi munanna.
Af framangreindu sést að það veltur á skýringu á því hvað teljist mun-
ir er ákvarðaðir eru til notkunar í glæpsamlegu skyni hvort heimilt er á
grundvelli almennra hegningarlaga að gera fölsuð listaverk í eigu grand-
lauss einstakhngs upptæk. Að mínu mati er vafasamt að fella fölsuð mál-
verk undir muni er ákvarðaðir eru til notkunar í glæpsamlegu skyni. Fals-
að málverk hefur vissulega notagildi sem málverk og með því að afmá
höfundarmerkingu er ekki lengur unnt að blekkja með því í viðskiptum.11
I 55. gr. höfundalaganna er að finna heimild til upptöku hstaverka sem
orðið hafa til í bága við ákvæði laganna. Þessari heimild verður ekki beitt
gagnvart aðilum sem eignast hafa í grandleysi eintök af verki til einka-
nota. Eignaupptaka samkvæmt höfundalögum felur í sér að eintök eru
gerð upptæk til handa þeim sem misgert er við, með eða án endurgjalds.
I stað þess að gera muni upptæka má ákveða að þeir séu ónýttir að
nokkru leyti eða öllu eða gerðir á annan hátt óhæfir til hinna ólöglegu
nota. Dæmi eru um að eignir hafi verið dæmdar upptækar hérlendis
vegna höfundarréttarbrota.12 Því má velta íyrir sér hvort lögin heimili að
verk sem hefur verið falsað en höfundarmerking hefur verið máð af skuli
merkt sérstaklega sem shkt. Ekki verður séð að slíkt hafi komið til álita
fyrir dómstólum, í það minnsta ekki hér á landi. Orðalag ákvæðisins veit-
ir svignám að þessu leyti en hér hlýtur að verða að vega og meta annars
vegar hagsmuni eiganda verksins og hins vegar almannahagsmuni.
Af framangreindu sést að lagaheimildir almennra hegningarlaga og
höfundalaga eru ekki alveg sambærilegar að því er þolendur eignaupp-
II I norskum hæstaréttardómi frá árinu 1962 var kveðið á um að gerð skyldu upptæk
tvö fölsuð málverk er merkt voru Edvard Munch, N.Rt. 1961,611.1 dönskum lands-
réttardómi ffá árinu 1965 var ekki tahð heimilt að gera upptæk fölsuð málverk þar
sem það var ekki nauðsynlegt með tilliti til réttaröryggis, en eigendur málverkanna
höfðu samþykkt að hinar fölsuðu höfundarmerkingar yrðu fjarlægðar og að mynd-
imar yrðu merktar með þeim hætti er lögregla eða dómstóll krefðist, U.1965.2150.
Við samningu þessarar greinar var ekki kannað hvemig heimildir þarlendra laga er
beitt var í þessum málum hljóðuðu.
12 Hrd. 1986,993, myndband gert upptækt hjá myndbandaleigu að kröfu rétthafa er
átti einkarétt til údeigu kvikmyndarinnar og Hrd. 1988,547 um ónýtingu mynd-
banda í refsimáli vegna óheimillar útleigu myndbanda.