Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 135
HOFUNDARRETTUR OG AFDRJF FALSAÐRA MYNDLISTARVERKA
Er þörf breytinga á heimildum til upptöku eða annanui afskipta
affölsuðum listaverkum?
Málverkafölsunarmálið svokallaða hefur skapað óvissu um verk tengd til-
teknum Hstamönnum. Aðrir eru væntanlega betur færir um það en höf-
undur þessarar greinar að meta áhrif þessarar óvissu á markað með lista-
verk hér á landi og þann tekjumissi sem af hlýst. Hitt er öruggt að
handhafar höfundarréttar, þeir er hafa atvinnu af sölu listaverkanna og
almenningur eiga vissulega hagsmuni tengda því að í umferð eru nú
mörg listaverk er haldið hefur verið fram að séu fölsuð. Umræða um
þetta hefur fætt af sér hugleiðingar um hvort rýmka beri heimildir til að
gera upptæk eða eyðileggja fölsuð listaverk í þeim tdlvikum þegar fölsun
hefur verið talin sönnuð.
Eins og að framan greinir eru afar takmarkaðar lagaheimildir til þess
að gera fölsuð hstaverk upptæk með dómi þegar grandlausir eigendur
eiga í hlut. Hið sama er uppi á teningnum varðandi aðrar tegundir höf-
undarverka. Þannig geta verið í einkaeign bækur og diskar með verkum
sem fela í sér brot gegn eldra bókmenntaverki eða tónverki, eintök af
munum er falla undir nytjalist, til dæmis húsgögnum, sem fela í sér brot
gegn öðru verki, svo eitthvað sé nefht. Spyrja má hvort myndlistarverk
hafi einhverja sérstöðu í þessu tilliti umffam aðrar hstgreinar. Augljós-
lega er fýrir hendi markaður með myndlistarverk. Ekki er um að ræða
fýlhlega sambærilegan markað fýrir notaðar bækur, tónhstardiska, nytja-
hst eða hugbúnað. Vissulega eru seldar notaðar bækur í fomritaverslun-
um og munir er faha undir nytjahst era seldir í antikverslunum en líklegt
er að hærra hlutfah eintaka af myndhstarverkum skipti um eigendur á
shkum eftdrmarkaði samanborið við aðrar tegundir verka.
Þegar hugleitt er hversu ríkar heimildir skuli vera til upptöku muna er
hafa orðið til vegna refsiverðs brots ber að virða það til grandvahar að
eignarrétturinn er vemdaður samkvæmt stjórnarskránni14 og marmrétt-
indasáttmálum.15 Þrátt fýrir að um sé að ræða muni er hafa orðið til við
refsivert brot, eða sem notaðir hafa verið við brot, felur eignaupptaka
gagnvart grandlausum eiganda í sér inngrip sem umdeilanlegt er hvort
standist ákvæði um vernd eignarréttarins. Þetta hlýtur ætíð að verða að
hafa í huga þegar hugað er að breytingum á gildandi lögum. Telja verð-
14 72. gr. stjómarskrár lýðveldisins Islands.
15 Sjá 1. gr. 1. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994.
x33