Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 144
ASLAUG THORLACIUS
manna. Vegna þess að mest var verslað með verk látinna listamanna var
lítið um að ný verk bættust við og því hlýtur stöðnun að hafa verið eitt
helsta einkenni markaðarins. Slíkt ástand er augljóslega ekki mjög frjótt
og það segir auðvitað heilmikið um samfélagið sem hýsir hann.
Eg geng út frá því að þjóðfélagið í heild hafi borið mörg svipuð merki
og skýringanna er sennilega víða að leita. Alfir hlutir þurfa shm tíma. Is-
lenska þjóðin tók mjög krappa beygju á síðustu öld þegar hún flutti í
snarhasti úr gömlu dögunum inn í samtímann. Það er staðreynd að iýrst
koma frumþarfirnar, menningin er á öðru plani. I sainræmi við það voru
Islendingar önnum kafnir við að koma sér upp öllum nýju nauðsynjtm-
um og höfðu ekki tíma til að skapa sér menningarlega sérstöðu. Það ber
ekki vott um sjálfstæða hugsun hjá listfjárfestum að svo til allir leiti á
sömu, þröngu miðin. Stdpað var ástatt um amiað umhverfi myndhstar-
innar. Seint verður því haldið fram að framúrstefna hafi einkennt opin-
beru listasöfnin eða skólakerfið og það eru engar stórkostlegar ýkjur að
segja að samtímalist hafi verið íyrirlitin opinberlega. En sem betur fer
þokar hlutunum yfirleitt meira fram en aftur og fyrr eða síðar hefði
markaðurinn án efa eflst og opnast fyrir verkurn fleiri og yngri lista-
manna.
Skyndilega tóku hins vegar að ,,finnast“ ný verk efdr þá listamenn sem
töldust bestir og markaðurinn komst tímabundið upp úr hjólförunum.
Fölsuðu verkin virkuðu því í fyrstu eins og vítamínsprauta fyrir lamaðan
markað. En þegar upp er staðið hafa þessi ókjör af fölsuðum verkum ein-
göngu orðið til þess að viðhalda stöðnuninni. Falsarinn, í eintölu eða
fleirtölu, tryggði að ætíð var ,,gott“ framboð á verkum eldri fy-nslóða
listamanna. Þetta mikla framboð kom í veg fýrir, eða seinkaði því að
minnsta kosti, að yngri kynslóðir fengju tækifæri til að taka við af þeim
eldri. Það má kannski segja að íslenskur myndlistarmarkaður hafi hjakk-
að í frumsporunum þar til hann lognaðist út af - ef við tökum undir þá
staðhæfingu. Það var þá ekki heldur eftír svo miklu að sjá.
Efrir því sem markaðurinn þroskast verður til nákvæmari skilgi'eining
á því sem um hann fer, bæði vörum og viðskiptamönnum. Það þarf eng-
an markaðsffæðing til að sjá að markaður hlýtur að blómstra eftír því sem
kaupendahópurinn verður fjölskrúðugri og vöruvalið margbreytilegra.
Það er ekki auðvelt að mæla myndlist en samt er það staðreynd að hún
fellur misjafnlega vel að viðteknum skoðunum og hefðurn. Verk eru ólík
að umfangi og til dæmis gengur misvel að koma þeim fýrir að nýju í öðru
:42