Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Síða 151
ÓLAFUR I. JÓNSSON
Málverkafölsunarmálið
Hvemig gátu falsanir á málverkum þrifist svo auðveldlega á íslenskum lista-
verkamarkaði? Hvers vegna tók rannsókn í fölsunarmálinu svo langan tíma?
Því miður er nauðsynlegt að viðurkenna að þessu olli vanþekking sérffæðinga
og vanþróaður markaður. Grundvöllur þess að listaverk séu rétt metin er sá að
sérfræðingar þekki vel til höfundaverka einstakra listamanna, bæði innihalds
þeirra og ekki síður gerðar þeirra og ytri einkenna. Slík þekking þarf að ná yfir
ævistarf listamannsins, þróun myndmáls hans, þeirra efna sem hann vinnur
með og meðhöndlun þeirra. Þannig á sérffæðingur að geta þekkt einkennandi
verk listamanns frá verkum annarra hstamanna. I vafamálum má notfæra sér
ýmsar aðferðir sem t.d. forverðir kunna og varða sértækar rannsóknir verk-
anna.
Fáeinar staðreyndir gera þetta málverkafölsunarmál sérstakt í samanburði
við önnur slík mál úr nútímanum. Aliðað við stærð markaðarins er það, í fyrsta
lagi, gríðarlega yfirgripsmikið. I öðru lagi má rekja uppruna vafasamra verka
sem um er að ræða til starfsemi eins uppboðshúss og listaverkasala, Gallerís
Borgar, og í þriðja lagi, sem á vissan hátt er dapurlegasta staðreyndin, eru fals-
animar í flestum tilfellum afar viðvaningslega gerðar og næsta augljósar.
Þannig má segja að ef rannsakendur í málinu hefðu í upphafi haft, þó ekki væri
nema hluta þeirra þekkingar sem þeir hafa nú, hefði málið aldrei tekið þá
stefnu sem það gerði við upphaf rannsóknarinnar.
Fölsuðu verkunum má skipta í tvo flokka: I fyrri flokknum em verk lítt
þekktra listamanna sem hefur verið breytt smávægilega, höfundarmerking af-
máð og nýrri nafhskrift íslensks fistamanns komið fyrir í staðinn. I seinni
flokknum em verk sem em fölsuð ffá grunni, oftast stæld efdr þekktu höfund-
arverki á autt undirlag (t.d. pappír, pappa, gamalt eða nýlegt) eða málað yfir
eldra verk annars listamannns (t.d. á striga). Verkin em ýmist gerð með
blýanti, vamslimm, litkrít, pastel eða olíulimm samkvæmt uppboðsskrám.
Þótt þau séu unnin með fjölbreyttum aðferðum eiga þau margt sameiginlegt.
r49