Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 153
MÁLVERKAFÖLSUNARMÁLIÐ
um á pappa og sagt „frá Englandi“, um 1912. Verkið er unnið á bakhlið offs-
etprentunar á „Boðuninni“ efdr Fra Angelico sem er að finna í Markúsark-
laustrinu í Flórens, en sú eftirprentun getur varla verið eldri en frá miðri síð-
ustu öld. Upplituð prentunin hefur þar að auki augljóslega verið sýnileg um
langan tíma, og því er erfitt að hugsa sér að hún hafi verið bakhlið Kjarvals-
myndar frá 1911-12.
Lítdl vatnslitamynd eftir Kjarval, líklega frá því um 1930, birtist á ljósmynd
uppboðsskrár Gallerís Borgar haustið 1993. Einu ári síðar var verkið á mynd-
inni á móti selt hjá uppboðshúsinu. Verkið er málað með svokölluðum olíulit-
um á irrnri hlið pappabakspjalds á innrömmuðu verki, en slík spjöld voru not-
uð sem burðarlag margra falsaðra verka. Hér er fölsunin ótrúlega
viðvaningsleg og virðist tilheyra öðrum falsara en þeim sem gerði falsanimar
á tmdan og er ekki að sjá að þessi nýi falsari hafi hlotið þjálfun í myndlistar-
skóla.
A næstu opnu er falsað verk, vatnslitamynd á Ingres-pappír, sem eignað er
Kjarval. Hér virðist sami falsarinn vera að verki og á Kjarvalsverkinu á undan.
Viðfangsefnið er náttúrulífsmynd og heitir Skógur. Erfitt er að greina áhrif frá
skógarmyndum Kjarvals, hvað þá yfirleitt náttúrlegan skóg. Hér fær kenning-
in um óskólagenginn falsara byr undir báða vængi. Nafhskriftin er mjög léleg
stæling.
Síðasta ljósmyndin er af fölsun sem einnig er eignuð Kjarval. Hún er jafh-
framt síðasta fölsunin sem vitað er til að Gallerí Borg hafi selt. Hún er ómerkt
en henni fylgir eigendasaga ótilgreinds málverks eftir Kjarval á dönsku.
Astæðan fyrir því að verkið er ómerkt gæti speglað upphaf fölsunarmálsins
þegar menn vom að þreifa fyrir sér, því verkið var selt einu og hálfu ári eftir
að fyrstu kæmr bárast lögreglunni og máhð komst í hámæli. Svo virðist sem
fráhvarfseinkenni falsarans hafi orðið rökvísi hans yfirsterkari á þessum tíma
og hann hafi hreinlega ekki getað hætt að falsa.
Eins og áður sagði getur sérfræðingur þekkt handbragð ólíkra listamanna
eftir ýmsum leiðum. Oftast þarf að þekkja mikinn fjölda verka til þess að geta
heimfært ómerkt listaverk og eignað það listamanni með óyggjandi vissu. En
þetta er því auðveldara sem stíleinkenni og efiúsmeðferð einstakra listamanna
er sérstakari. A sama hátt er hægt að greina handbragð falsara. Gerð verksins
hér á undan er t.d. mjög lík höfundamerktum verkum Péturs Þórs Gtmnars-
sonar. Mörg fölsuð verk með sama handbragði vom seld hjá uppboðshúsi sem
hann rak sjálfur og átti með öðrum.