Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 166
GAUTI KRISTAIANNSSON
hluta 20. aldar, enda má kannski segja að þá hafi þjóðtungumar endan-
lega fengið sinn sess sem forgangsmál í hverju þjóðríki sem eitthvað kvað
að. Jakobson skoðar í grein sinni ekki einungis þau andstæðuvensl innan
málkerfis sem mynda það, heldur mismuninn á milli tungumálanna og
veltir fyrir sér hvort og þá hvernig sé unnt að þýða á milli þeirra, en mis-
munur tungumála er annar en andstæðna í strúktúralískum skilningi, þar
sem samverkandi áhrif mismunandi andstæðutvennda mynda eitt mál-
kerfi. Segja má að Jakobson fari í raun þveröfuga leið: þrátt fyrir mismun
tungumála era þau alls engar andstæður, heldur fyllilega sambærileg
málkerfi sem fyrir tilviljun eru mismunandi. Meginatriðið er þó að þessi
málkerfi hafa sama hlutverk og getu til að miðla sams konar upplýsing-
um. Sú staðreynd gerir það að verkum að þýðanleiki milli mála er stað-
reynd, þrátt fyrir mismun þeirra:
Vitsmunalegt hlutverk tungumálsins er að mjög lidu leyti háð
málfræðilegri gerð af því að skilgreining á reynslu okkar teng-
ist málspekilegum aðgerðum með þeim hætti að hvort bætir
hitt upp. Vitsmunalegt stig tungumálsins leyfir ekki aðeins
endurkóðun og túlkun, þ.e. þýðingu, heldur krefst hennar
beirdínis. Það er beinlínis mótsögn að gera ráð fyrir ósegjan-
legum eða óþýðanlegum vitsmunalegum gögnum (bls. 178).
Þetta er afdráttarlaus yfirlýsing um þýðanleika og um leið svar við þá til-
tölulega nýlegum og nokkuð afstæðum kenningum Benjamins Whorf
um áhrif tungumálsins á veruleikaskynjunina. Jakobson ræðst á hann
með hinu kunna vopni fræðimannsins, tilvitnuninni: „Staðreyndir horfa
á ólíka vegu við málnotendum ef málbakgrunnur þeirra leiðir til þess að
þær eru orðaðar á ólíkan hátt“ (bls. 175). Þessi afstæða sýn á tungumálið
og veruleikann hugnast Jakobson ekki og hann leggur sig allan fram um
að afsanna hana með verkfærum strúktúralismans. Til þess þarf hann
nauðsynlega að brúa það bil sem sannarlega er á milli tungumála, þótt
það væri í sjálfu sér ekkert nýtt að menn teldu að mngumál hefðu áhrif á
heimsmynd mælenda þeirra, a.m.k. síðan Herder og Humboldt voru og
hém.
Jakobson hefur greinina á því að hafha þeirri skoðtm heimspekingsins
Bertrands Russell að enginn geti „skilið orðið „ostur“ nema sá hinn sami
hafi komist í tæri við ost“ (bls. 173). Rökin eru samhengi mngumálsins
og sú staðreynd að unnt sé að skapa skilning á orðum með skýringum.
164