Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 167
TEKIST A UM TUNGURNAR
Einnig bendir hann á að til séu ímynduð fyrirbæri eins og „guðaveigar“
sem menn skilja fullvel þótt þeir hafi aldrei komist í tæri við þau. Spurn-
ingin sem þetta vekur er kannski sú hvað það er að skilja, en röksemda-
færsla Jakobsons vísar þó greinilega í áttina að meginkenningu hans í
greininni um þýðanleika. Hann víkkar síðan út hugtakið þýðing með
frægri þrígreiningu sinni og telur að þýðingar fari ekki eimmgis milli
tungumála, heldur einnig innan þeirra og á milfi táknkerfa. Þannig und-
irbýr hann hugmyndir sínar um jafngildi tungumála þrátt fyrir mismun
þeirra og segir síðan fullum fetum: ,Jafngildi í mismun er aðalvandi
tungumála og veigamesta viðfangsefhi málvísinda“ (bls. 175). Þessa þver-
sögn nánast, jafhgildi í mismun, rökstyður hann síðan einkum með
tvennu. I fyrsta lagi greinir hann eðhsmun tungumála eftir því sem
hlýtur að einkenna þau (öll vísast) en ekki því sem getur einkennt þau.
Hann orðar það sjálfur svo: „Eðlismunur tungumála felst í því sem þau
hljóta að miðla en ekki í því sem þau geta miðlað“ (bls. 178). Með þessu
telur hann sig sýna að fram kemur munur á því sem tungumál verða að
miðla til að virka, þ.e. með reglum málkerfisins og orðasafni þess, og því
sem þau geta miðlað efnislega. Málkerfin sjálf eru að hans dómi jafngild
og öll fær um að miðla hinu efnislega innihaldi málboða, hvert með sín-
um hætti. Eins og hann segir: „Enginn skortur á málfræðilegum leiðum
í tungumáhnu sem þýtt er á útilokar bókstaflega þýðingu á öllum hug-
takaforða frummálsins“ (bls. 176). Þar með er munurinn á milli mála að
hans mati brúaður, því ekkert í málkerfinu hindrar að unnt sé að koma
öllu efnislegu innihaldi málboðanna til skila.
Þessi þróttmikla röksemdafærsla Jakobsons er býsna sannfærandi, en
eins og ég hef bent á annars staðar dregur hann í land í lok ritgerðarinn-
ar og viðurkennir að sum sérkenni tungumálsins í ljóðlist séu of tengd
innihaldi og málkerfinu þannig að ljóðlist er t.d. „samkvæmt skilgrein-
ingu óþýðanleg“ (bls. 180).1 Þessi undantekning minnir svolítið á það
þegar að Saussure viðurkenndi að hermiorð væru undantekning á kenn-
ingu hans um að tungumálið væri handahófskennt. Undantekning Jak-
obsons er þó mun víðtækari, því hún nær ekki aðeins til ljóðlistar, held-
ur í ratm til allra þeirra þátta sem binda merkingu eins tungumáls við
málkerfi sitt: menningarbundin form texta, orðaleiki, orðtök o.fl. Vissu-
lega er oft unnt að þýða sKka hluti, en oft er það útilokað og leita verð-
ur annarra leiða til þess að nálgast verkefhið.
Sjá „Teoría, tryggð og túlkun“ íjóni á Bægisá 2/1995, bls. 14.
í