Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 169
TEKIST Á UM TUNGURNAR
eru orðin óskýr hér og hafa kannski lengstum verið það, jafn óskýr og
landamæri voru áður en landmælingar urðu að vísindum.
Eftir hugleiðingar sínar um óþýðanleika Babels tekur Derrida grein
Jakobsons fýrir og afbyggir þrígreiningu hans:
•Fyrir báðar þær tegundir þýðinga sem samkvæmt þessu eru
ekki „eiginleg“ þýðing teflir Jakobson fram skilgreiningarjafn-
gildi og öðru orði. Þá fyrstu þýðir harrn, ef svo mætti segja,
með öðru orði: þýðing innan tungumálsins eða umorðun, orða-
lagsbreyting. Þá þriðju sömuleiðis: þýðing milli táknkerfa eða
umhverfing. I báðum þesstun tilfellum er þýðingin á „þýðing“
skilgreiningarleg túlkun. Þegar kemur að „eigirdegri“ þýðingu,
þýðingu í hefðbundinni merkingu orðsins, þ.e. eftirbabelskri
þýðingu milli tungumála þýðir Jakobson hins vegar ekki, hann
notar sama orðið aftur: „þýðing milli tungumála eða eiginleg
þýðing“ (bls. 188).
Hér má kannski sjá aðferðir afbyggingarinnar í verki, rétt eins og í grein
Jakobsons þar sem strúktúralismanum var beitt. Að þessu loknu tekur
Derrida babelskan hnykk sem endurtekur að nokkru fyrri röksemdir um
hinn babelska rugling og snýr sér síðan að meginviðfangsefni ritgerðar
sinnar, greinum Walters Benjamin um þýðingar og tungumál, greinum
sem hann les í þýðingu Maurices de Gandillac.
Það er einknm tvennt sem hann undirstrikar fyrst: hugsanlega skuld
þýðandans við verkefni sitt og ffjómagn það sem í þýðingunni felst. Þetta
frjómagn er það sem gefur ffumtextanum ffamhaldslíf, því án þessa sam-
ræðis við þýðingtma deyr hann án afkomenda. Þetta gerir það að verkum
að þýðandinn er ekki skuldbundinn viðtakandi, heldur liggja „tengslin
eða skuldbindingin [...] ekki milli gefanda og þiggjanda heldur milli
tveggja texta (tveggja „afurða“ eða tveggja „sköpunarverka“)“ (bls. 193).
Það má segja að tungumálin og verkin öðbst með þessu sjálfstætt líf (nán-
ast guðlegt?) og mábð er ákaflega óljóst, mystískt mætti jafnvel segja.
Derrida einangrar þrjá þætti úr texta Benjamins með dæmum, dæmum
sem kallast kannski öfugt á við þrígreiningu Jakobsons:
1. Verkefni þýðandans sprettur ekki af viðtöku. Þýðinga-
fræðin er að megininntaki ekki byggð á einhverri viðtöku-
167