Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Síða 170
GAUTI KRISTMANNSSON
kenningu, jafrivel þótt hún geti á hinn bóginn stuðlað að því
að útskýra slíka kenningu og gera hana mögulega.
2. Megintilgangur þýðinga er ekki, ekki írekar en frurn-
texta, sá að viiðla. Og Benjamin heldur eindregið, og utan
við alla hættu á mögulegum andmælum, hinni ströngu tví-
skiptingu milli frumtextans og þýðingarinnar, hins þýdda og
hins þýðandi, þó svo hann hniki til tengslum þeirra. [...]
3. Ef á milli þýdds texta og þýðandi texta er að finna
tengsl „frumtexta“ og þýðingar, geta þau ekki verið af toga
staðgöngu eða endurgerðar. Þýðing er hvorki mynd né afrit
(bls. 194).
Vangaveltur Derridas um afleiðingar þessara staðhæfinga fýrir þýðingar
eru á þá leið að hann veltir fýrir sér hlutverkum frumtexta í lífrænu sam-
bandi við þýðinguna; hann veltir fýrir sér hvort frumtextinn biðji um
þýðingu, hvort hann sé þess í raun verður. Og það er einmitt á þeim
punkti sem hann finnur samsvörun við það sem hann kallar „hugsun
Guðs“, úr verður nánast rómantískur, ef ekki mystískur skilningur á eðli
texta; höfundurinn og þýðandinn eru algjörlega utan hans.
Höfundurinn er þó ekki ótengdur texta sínum, höfundurinn lifir að-
eins í honum, textinn er afkomandi hans og hann getur aðeins eignast
aðra afkomendur í gegnum þýðingar. Dauði textans í einu máli er um
leið annar dauði höfundarins. Hinn lifandi texti þarf því þýðingu:
Hann krefst þýðingar þó svo enginn þýðandi sé til staðar, fær
um að gegna þessu valdboði sem er á sama tíma beiðni og þrá
í sjálffi formgerð frumtextans. Þessi formgerð er tengsl lífs við
afkomu. Benjamin líkir þessari kröfu til Annars sem þýðanda
við eitthvert ógleymanlegt augnablik lífsins: það skynjast sem
ógleymanlegt, það er ógleymanlegt jafnvel þótt gleymskan
endi í raun og veru með að hafa betur (bls. 195).
I raun réttri er þýðingin, ekki aðeins afurð, annar texti heldur þriðja vídd
mngumálsins, „samningur um tungu milli margra mngna“, kannski helst
alheimstungumálið, eina alheimsmngumálið er það að þýða. Þýðingin
sjálf gerir síðan stök málsamfélög og samskipti þeirra kleif, allt þetta er
rökræn niðurstaða afbyggingar Babelsturnsins. Þýðingin er Babelsmrn-
inn þrátt fýrir Guð um leið og hún er samsvörun við „hugsun Guðs“:
168