Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Blaðsíða 171
TF.KTST Á UM TUNGUENAR
þýðing gefst frumtextantuii þegar hinir tveir samskeyttu hlut-
ar, eins óhkir og þeir geta verið, bætast hvor öðrum og mynda
stærri tungu, í afkomu sem breytir þeim báðum. Því móðurmál
þýðandans, við tókum efrir því, tekur einnig breytingum í
henni (bls. 203).
Derrida snertir sannleikshugtakið lauslega, en það er snúið í samhengi
þýðinga eins og hann bendir á. Hann hafriar hinni viðteknu hugsun að
sannleikssamband milli þýðingar og frumtexta fehst í því „að hún [sé] í
samræmi við eða trú fyrirmynd sinni, frumtextanum“ (bls. 203). Hann
snýr sér frá þessu umræðuefhi í bih, sem er miður, því það er krafan um
sannleikann í þýðingu sem hefur gert það að þýða að siðferðilegu vanda-
máli frá upphafi vega; hver einasti þýðandi texta hættir á að verða lygari,
að ljúga um frumtextann með þýðingu sinni. Frumtextinn er ekki í þeirri
hættu, ekki einu sinni þótt hann sé lygaflaumur, því hann segir ekki satt
um annan texta með sama hætri.
Derrida lýkur langri ritgerð með nokkrum dæmum þar sem hann
reynir að komast að kjama málsins hjá Benjamin í bókstaflegum skiln-
ingi. Hann skoðar hvemig Benjamin skilgreinir inntak og mál eins og
einingu aldins og hýðis, og gæti nú verið að strúktúralistar lyftu brúnum
yfir kunnuglegu sambandi tungu (langiie) og tals (parole). Derrida grein-
ir þó „kjamann“ frá „aldini“ og vísar til annars dæmis Benjamins þar sem
segir að „mál þýðingarinnar [umlykji] inntak sitt eins og konungskápa
með víðum fellingum. Því það er táknmynd sér æðra máls og verður þar
af leiðandi alltaf ófullnægjandi, þvingað og framandi gagnvart sínu eigin
inntaki“ (bls. 206). En líkaminn, kóngurinn í kápunni, er ekki ffumtext-
inn heldur „inntak þýdda textans" eins og Derrida segir.
Ætla mætti í fljótu bragði að Derrida sé að mála sig inn í strúktúral-
ískt hom, ekki síst þegar hann snýr sér að sannleikskröfunni aftur og hef-
ur hana upp yfir tilflutning þýðingarinnar:
Þetta er ekki án tengsla við sannleikann. Hann er að því er
virðist hafinn yfir alla Ubertragung og alla mögulega Uberset-
zung. Hann er ekki staðgengissamsvörunin milli ffumtexta og
þýðingar, né heldur grundvallaraðhæfing milli fmmtexta og
þýðingar og einhvers hlutar eða táknunar utan hans. Sannleik-
urinn væri ffemur hið hreina mál þar sem merking og bókstaf-
ur verða ekki lengur aðskilin (bls. 208).
169