Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Side 172
GAUTIKRISTMANNSSON
Lokaárásin á tvíhyggju stxúktúralismans sem Derrida sér vissulega í rit-
gerð Benjamins felst í afbyggingu hins „afleidda“ verks sem þýðingin á
að vera samkvæmt höfundarrétti. Hhð órjúfanlega samband tungu og tals
gerir aðgreiningu „ffumverks“ og „afleidds verks“ ókleifa. Eins og Derr-
ida sýnir með nokkrum dæmum ræður sú hugsun í höfundarrétti (og víð-
ast hvar) að einungis sé skipt um form tungumálsins en ekki innihald tdð
þýðingu (þetta er í samræmi við kenningar Jakobsons um þýðanleikann).
En séu tunga og tal, málkerfi og orðræða, form og innihald óaðskiljan-
leg, hvernig má þá vera að unnt sé að „þýða“ annan hlutann og ekki
hinn?
Lausnin, ef einhver er, hlýtur að vera annars staðar og Derrida finnur
sína í samtali tdð Benjamin, í hugleiðingu um „upprunahugtakið“. Hvar
eru upprunavenslin, spyr hann, og finnur þau helst í hinu hreina máh
Benjamins, en á öðrum forsendum:
Þau gera vart við sig í því hvemig miðanimar geiga, hörfa og
er sambeitt. I gegnum hvert tungumál er núðað á einhvern og
hinn sama hlut sem engri tungu tekst þó, einni og sér, að hæfa.
Þær geta ekki vænst þess að hæfa hann, og ekki lofað sér hon-
um, nema með því að beita saman meiningarviðleitni sinni
„samanlagðri meiningarviðleitni sirrni þar sem hver bætir aðra
upp“. Þessi sambeiting í átt að heildinni er hörfun inn í sig því
það sem hún leitast við að hæfa, það er „máhð hreint“ (die reine
Sprache), eða hin hreina tunga. Það sem þá er miðað á með
þessari samvinnu tungnanna og meiningarviðleitni þeirra er
ekki forskilvitlegt tungunni, það er ekki ratmveruleiki sem þær
sækja að úr öllum áttum eins og turn sem þær reyna að ná í
kringum. Nei, það sem þær leitast við að miða á, hver um sig
og saman í þýðingu, það er tungumálið sjálft sem babelskur at-
burður, tungumál sem er ekki hið altæka tungumál í skilningi
Leibniz, tungumál sem er heldur ekki hið náttúrlega ttmgumál
sem sérhvert tungumál er út af fyrir sig, það er mál-vera tung-
unnar, tungan eða málið sem slikt, þessi eining án nokkurrar
sjálfsemdar sem gerir að verkum að til eru tungwr, og að það
eru tungur (bls. 213).
Tungumar allar og þýðing þeirra í tvöföldum skilningi skapast við tengsl
í þýðingum og eins og Derrida bendir á getur „engin önnur fullnusta
170