Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 175
Roman Jakobson
Um málvísindalegar hliðar þýðinga1
Samkvæmt Bertrand Russell, „getur enginn skilið orðið ‘ostur’ nema sá
hinn sami hafi komist í tæri við ost.“2 Ef við fylgjum hins vegar grund-
vallarreglu Russells og leggjum „áherslu á málvísindalegar hliðar dæmi-
gerðra heimspekilegra spuminga“, hljótum við að lýsa því yfir að enginn
geti skihð orðið „ostur“ nema hann hafi komist í tæri við þá merkingu
orðsins sem það hefur fengið í orðasafiii tungumálsins. Sá sem kemur úr
ostlausri matarmenningu getur skilið orðið „ostur“ sé honum ljóst að í
þessu tiltekna tungumáfi þýði orðið „matur búinn til úr pressuðum yst-
ingi“, og sé honum að minnsta kosti kunnugt um orðið „ystingur“ í mál-
inu. Við höfum aldrei neytt goðafæðu eða guðaveiga og það eru aðeins
orðin „goðafæða“ og „guðaveigar“ og „goðin“ sem eru okkur kunn, þ.e.
nöfn goðafræðilegra neytenda þeirra. Eigi að síður skiljum við þessi orð
og vitum í hvaða samhengi er hægt að nota hvert þeirra.
Merking orðarma „ostur“, „epfi“, „guðaveigar“, „tengsl“, „en“, „ein-
ber“ og merking allra orða eða orðasambanda er örugglega málvísinda-
leg staðreynd, eða - svo það sé orðað á nákvæmari hátt og ekki jafn
þröngt - táknfræðileg staðreynd. Einfaldasta og réttasta röksemdin, gegn
þeim sem gefa ekki tákninu merkinguna (signatmn) heldur hlutnum sjálf-
um, er sú að enginn hefur nokkum tímarm lyktað af eða bragðað á merk-
ingu orðanna „ostur“ og „epfi“. Ekkert signatum er án signum. Það er
1 Grein þessi er þýdd úr ensku en hún birnst upphaflega árið 1959 sem „On linguistic
aspects of translation“ í On translation, Reuben A. Brower (ritstj.), Cambridge,
Massachusetts: Harvard University Press, bls. 232-239.
2 Bertrand Russell, „Logical Positivism“, Revtie Intemationale de Philosophie, IV
(1950), 18; sbr. bls. 3.
J73