Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Side 176
ROMAN JAKOBSON
ekki hægt að leiða merkingu orðsins „ostur“ af snertingu rið cheddar eða
camembert án hjálpar frá málkóðanum. Þörf er á fjölda mállegra tákna
til að kynna óþekkt orð. Það eitt að benda á ost segir okkur ekki hvort
ostur sé heiti sýnishomsins eða hvort orðið eigi við allar camembert-
öskjur, eða camembert almennt, eða allan ost, mjólkurafurðir jdirleitt,
hvers kyns fæðu, eða hressingu eða allar öskjur óháð innihaldi þeirra. Að
lokum má velta fyrir sér hvort orð geti einfaldlega nefnt tiltekinn hlut
eða hvort það gefi til kynna merkingu á borð við tilboð, útsölu, bann eða
formæhngu? (Sums staðar getur sú athöfn að benda þýtt formælingu,
sérstaklega í Afríku þar sem það er tahð óheiUavænlegt látbragð.)
Frá sjónarmiði málvísinda jafht sem venjulegrar málnotkunar lítum
við á merkingu allra mállegra tákna sem þýðingu yfir á annað tákn sem
kostur er á, sérstaklega tákn „þar sem hún hefur verið þróuð tdl meiri
hhtar“, eins og Peirce, dýpsti hugsuðurinn um eðli tákna, hefiir jafnan
haldið fram.3 Hugtakinu „piparsveinn“ má snúa til enn skýrari merking-
ar, þ.e. „ógiftur karlmaður“, þegar þörf er á auknum skýrleika. Við að-
greinum þrjár leiðir til að skýra máltákn: þýðing þess yfir á önnur tákn í
sama tungumáli, yfir á annað tungumál eða yfir á önnur, ómálleg tákn-
kerfi. Þessar þrjár gerðir þýðinga eru skilgreindar á efdrfarandi hátt:
1 Þýðing innan tungumálsins eða umorðun, þ.e. túlkun máltákna með
öðrum táknum innan sama tungumáls.
2 Þýðing milh tungumála eða eiginleg þýðing er túlkun máltákna með
táknum úr öðru tungumáli.
3 Þýðing milli táknkerfa eða umhveifing er túlkun máltákna með tákn-
um úr ómállegu táknkerfi.
Við þýðingu á orði innan tungumáls er annaðhvort beitt öðru orði
nokkurn veginn sömu merkingar eða umorðun. En samheitd eru alla
jafha ekki jafhgild orð, nefha má sem dæmi „Allir einlífismenn eru pip-
arsveinar, en ekki eru allir piparsveinar einlífismenn“. Orð eða málvenja,
í stutm máli kóðaeining á hæsta stigi, verður aðeins túlkuð fullkomlega
með því að nota jafhgilda samsetningu kóðaeininga, þ.e. með málboðum
sem vísa tdl þessarar kóðaeiningar: „Allir piparsveinar eru ógiftir karl-
menn og allir ógiftdr karlmenn eru piparsveinar“, eða „,AIhr einlífismeim
5 Sjá John Dewey, „Peirce’s Theory of Linguistic Signs, Thought, and Meaning“, Tbe
Joimial ofPhilosopby, XLIII (1946), bls. 91.
04