Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 177
UM MÁLVÍSINDALEGAR HLIÐAR ÞÝÐINGA
hljóta að hafna hjónabandi og allir sem hafna hjónabandi eru einlífis-
menn“.
A sama hátt er venjulega ekki um neitt jafngildi milli kóðaeininga að
ræða þegar þýtt er á milli mála þótt málboð geti gegnt hlutverki fullnægj-
andi túlkunar á framandi kóðaeiningum eða málboðum. Orðið „ost“ er
ekki unnt að heimfæra algjörlega upp á samsvarandi rússneskt fjölheiti
syr því kotasæla er ostur en ekki syr. Rússar segja: „prinesi syru i tvor-
ogu“, þ.e. „komdu með ostinn og [sic] kotasæluna“. A rússnesku er mat-
ur sem er búinn til úr pressuðum ystingi ekki kallaður syr nema hann sé
látinn gerjast. Hins vegar setur þýðing af einu tungumáli yfir á annað oft-
ast ekki málboð úr öðru tungumáli í stað einstakra kóðaeininga heldur
skiptir hún út heilum málboðum í hinu tungumálinu. Slík þýðing er frá-
sögð ræða; þýðandinn endurkóðar málboð sem eiga sér annan uppruna
og sendir þau áfram. Þannig felur þýðing í sér tvenn jafngild málboð
kóðuð á tvo ólíka vegu.
Jafngildi í mismun er aðalvandi tungumála og veigamesta viðfangsefni
málvísinda. Málvísindamenn túlka, líkt og allir viðtakendur málboða.
Ekkert íyrirbæri málsins verður túlkað með vísindum málsins án þýðing-
ar á táknum þess yfir á önnur tákn í sama kerfi eða yfir á tákn í öðru kerfi.
Allur samanburður tveggja tungumála felur í sér athugun á gagnkvæm-
um þýðanleika. Utbreidd iðja í boðskiptum milli mála, sérstaklega í
þýðingastarfi, þarf stöðugt að sæta nákvæmu eftirliti málvísinda. Það er
erfitt að ofmeta hina bráðu þörf og fræðilegt og hagnýtt gildi tvímála-
orðabóka með vönduðum og samanburðarhæfum skilgreiningum allra
samsvarandi eininga hvað varðar inntak þeirra og umtak. Eins ætti sam-
anburðarmálfræði tveggja mála að skilgreina hvað samræmir og hvað
greinir á milli tveggja tungumála í vali þeirra og afinörkun á málfræði-
legum hugtökum.
Bæði þýðingastarf og kenningar um þýðingar eru fullar af flækjum og
öðru hverju eru gerðar tilraunir til að höggva á Gordíonshnútinn með
því að halda fram kreddunni um óþýðanleika. „Hr. Meðaljón, hinn nátt-
úrlegi rökfræðingur“ sem B.L. Whorf sá svo ljóslifandi fýrir sér á að hafa
sett frarn að eftdrfarandi rökleiðslu: „Staðreyndir horfa á ólíka vegu við
málnotendum ef málbakgrunnur þeirra leiðir til þess að þær eru orðaðar
á ólíkan hátt.“4 A fyrstu árum rússnesku byltingarinnar rökræddu of-
4 Benjamin Lee Whorf, Language, Thought, andReality (Cambridge, Mass., 1956), bls.
235.
U5