Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 178
ROMAN JAKOBSON
stækisfullir hugsjónamenn í sovéskum tímaritum um róttæka endurskoð-
un á hefðbundnu tungumáh og sérstaklega um að uppræta villandi orða-
lag eins og „sólarupprás“ og „sólsetur“. Samt sem áður notum við ennþá
þetta myndmál Ptólemaiosar án þess að af því leiði höfhun á kenningu
Kóperníkusar og við getum auðveldlega umbreytt venjulegu tali okkar
um upprás og setur sólarinnar yfir í mynd af snúningi jarðar, einfaldlega
vegna þess að öll tákn eru þýðanleg yfir á tákn sem eru þróaðri og ná-
kvæmari.
Sá sem getur talað tiltekið tungumál getur líka talað um tungumálið.
Sú „málspekiaðgerð" (e. metalingusitic operation) gefur kost á endurskoð-
un og endurskilgreiningu á orðaforðanum sem er notaður. Niels Bohr
vakti athygli á því að sviðin tvö, viðfangsmálið (e. object language) og yfir-
málið (e. metalanguage) bæta hvort annað upp: Allar vel skilgreindar til-
raunaniðurstöður þarf að tjá á venjulegu tungumáli, „til að hversdagsleg
notkun hvers orðs vinni með tilraunum til hárnákvæmrar skilgreiningar
þess“.5
Alla vitsmunalega reynslu og flokkun hennar má láta í ljós á hvaða lif-
andi tungumáli sem vera skal. Þar sem skortur er á orðum má breyta og
bæta við íðorðaforða tungumálsins með lánsorðum eða lánsþýðingum,
nýyrðum eða merkingarfærslum og að lokum með umorðun. I hinu nýja
bókmáli Tsjúkta í Norðaustur-Síberíu er „skrúfa“ þýtt sem „snúinn
nagli“, „stál“ sem „harðjárn“, „tin“ sem „þunnt járn“, „krít“ sem „skrif-
sápa“ og „úr“ sem „dúndrandi hjartsláttur". Umorðanir sem virðast mót-
sagnarkenndar, eins og „rafknúinn hestvagn" (r. elektritsjeskaja konka),
fýrsta rússneska hugtakið yfir hestlausan strætisvagn, eða „fljúgandi
gufuskip" (jena paragot) sem er hugtakið fýrir flugvél á tungumáli
Korjakka (Tsjúkta), vísa einfaldlega til rafknúinnar hliðstæðu hestvagns-
ins og hina fljúgandi hliðstæðu gufúskipsins og hindrar ekki boðskipti,
alveg eins og það eru engir merkingarfræðilegir „skruðningar“ og trufl-
un í tvöföldu refhvarfi á borð við það sem birtist í orðunum „cold beef-
and-pork hot dog“.
Enginn skortur á málffæðilegum leiðum í tungumálinu sem þýtt er á
útilokar bókstaflega þýðingu á öllum hugtakaforða frummálsins. Við
hinar hefðbundnu samtengingar „og“ og „eða“ er nú bætt nýju tengiorði
„og/eða“ sem þallað var um fýrir nokkrum árum í hinni hnyttnu bók Al-
5 Niels Bohr, „On the Notions of Causality and Complementarity", Dialectica, I
(1948), bls. 317 o.áfr.
176