Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Blaðsíða 180
ROMAN JAKOBSON
ingunni þarf þetta að vera á hreinu. Hins vegar, hvaða málfræðifonn sem
verður fyrir valinu þegar málboðin eru þýdd yfir á rússnesku, gefur
þýðingin ekki svar við spmningunni um það hvort ég „réði“ eða „hef
ráðið“ starfsmanninn, eða hvort hann/hún er bara einhver verkamaður
eða einhver sérstakur verkamaður (verkamaður eða verkamaðurinn).
Vegna þess að málfræðileg gerð íslensku og rússnesku krefst mismunandi
upplýsinga, stöndum við ffammi fyrir nokkuð ófiku vali á milh tveggja
kosta. Þess vegna getur röð þýðinga á sömu setningunni einangraðri af
íslensku yfir á rússnesku, og öfugt, svipt sfikt málboð upphaflegu inni-
haldi þess. Málvísindamaðurinn S. Kartsjevsky, sem var af Genfarskólan-
um, var vanur að bera stöðugt tap af þessu tagi saman við stigvaxandi
missi við endurtekin óhagstæð gjaldeyrisviðskipti. En það er greinilegt
að því auðugra sem samhengi málboðsins er, því minna verður
upplýsingatapið.
Eðhsmunur tungumála felst í því sem þau hljóta að miðla en ekki í því
sem þau geta miðlað. Hver sögn í tilteknu tungumáli kallar afdráttarlaust
á röð ákveðinna já-eða-nei spuminga, eins og til dæmis: Er atburðurinn,
sem sagt er ffá, hugsaður með eða án tilvísunar til endaloka hans? Er at-
burðurinn, sem sagt er frá, kynntur á undan málatburði eða ekki? Eðli-
lega mun athygh mælenda og hlustenda sem hafa máhð að móðurmáli
stöðugt beinast að þáttum sem eru skyldubundnir í málkóða þeirra.
Vitsmunalegt hlutverk tungumálsins er að mjög htlu leyti háð mál-
ffæðilegri gerð af því að skilgreining á reynslu okkar tengist málspekileg-
um aðgerðum með þeim hætti að hvort bætir hitt upp. Vitsmunalegt stig
tungumálsins leyfir ekki aðeins endtukóðun og túlkun, þ.e. þýðingu,
heldur krefst hennar beinlínis. Það er beinlínis mótsögn að gera ráð fyr-
ir ósegjanlegum eða óþýðanlegum vitsmunalegum gögnum. En í leik,
draumum og töfrum, í stuttu máli sagt, í því sem mraður myndi kalla
hversdagslegar goðsagnir tungunnar, en fýrst og ffemst í Ijóðhst, hafa
málffæðilegir flokkar mikið merkingafræðilegt vægi. Við þessar aðstæð-
ur verður spurningin um þýðingu miklu flóknari og umdeildari.
Meira að segja flokkun á borð við málffæðilegt kjn, sem oft er ein-
göngu talin formleg, gegnir stóru hlutverki í goðaff æðilegum viðhorfum
málsamfélagsins. A rússnesku getur kvenkynsorð ekki merkt karlkyns-
manneskju, né heldur getur karlkynsorð vísað til kvenmanns. Leiðir til
að persónugera eða til að beita myndhvörfum í túlkun líflausra nafhorða
ráðast af kyni þeirra. Rannsókn sem gerð var hjá Sálffæðistofnun
178