Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Síða 181
UM MÁLVÍSINDALEGAR HLIÐAR ÞÝÐINGA
Moskvu árið 1915 leiddi í ljós að Rússar hafa tilhneigingu til að persónu-
gera virka daga, lengi vel táknuðu þeir mánudag, þriðjudag og fimmtu-
dag sem karlkynsorð, og miðvikudag, föstudag og laugardag sem kven-
kynsorð, án þess að gera sér grein fyrir því að þessi flokkun orsakaðist af
karlkyninu í fyrstu þremur nöhiunum (ponedel’nik, vtomik, tsjetverg) á
móti kvenkyni hinna nafnanna (sreda, pjatnitsa, súbbotd). Sú staðreynd að
orðið sé karlkyns sem notað er fyrir föstudag í sumum slavneskum
tungumálum og kvenkyns í öðrum tungumálum, endurspeglast í alþýðu-
hefðum hliðstæðra þjóða sem hafa ólíka föstudagssiði. Hin útbreidda
rússneska hjátrú að það boði karlkynsgest að missa hníf og að missa gaff-
al boði kvenkynsgest, kemur til af karlkynsorðinu nozh „hnífur“ og af
kvenkynsorðinu vilka „gaffall“ á rússnesku. I slavneskum tungumálum og
öðrum þar sem „dagur“ er karlkynsorð og „nótt“ er kvenkynsorð láta
skáld daginn vera elskhuga næturinnar. Rússneski málarinn Repin var
undrandi á því að þýskir málarar sýndu Syndina sem konu: Hann gerði
sér ekki grein fyrir að „synd“ er kvenkynsorð í þýsku (die Siinde), en karl-
kynsorð í rússnesku (grekh). Sömuleiðis varð rússneskt barn, þegar það
las þýsk ævintýri þýdd á rússnesku, agndofa þegar það komst að því að
dregin var upp mynd af Dauðanum, sem vitaskuld er kona, (rússneskt
kvenkynsorð, smertj, sem gömlum manni (þýskt karlkynsorð, der Tod).
Systir mín lífið, titill ljóðabókar eftir Boris Pasternak er alveg eðlilegur á
rússnesku, þar sem „líf‘ er kvenkynsorð zhizn\ en olli tékkneska skáld-
inu Josef Hora örvæntingu þegar hann reyndi að þýða þessi ljóð, þar sem
í tékknesku er þetta karlkynsorð, þ.e. zivot.
Hver var upphaflega spurningin sem vaknaði í slavneskum bókmennt-
um þegar þær urðu fyrst til? Eins sérkennilegt og það er virðast erfiðleik-
ar þýðandans við að varðveita táknkerfi kynjanna, sú staðreynd að frá
vitsmunalegu sjónarmiði skipta þeir engu máli, og vitsmunalegt auka-
atriði þeirra erfiðleika, vera aðalviðfangsefni fyrsta frumsamda slavneska
verksins, formála fyrstu þýðinganna á guðspjöllunum, sem gerðar voru í
byrjun ársins 860 af upphafsmanni slavneskra bókmennta og helgisiða,
heimspekingnum Konstantín, og sem A. Vaillant lagfærði nýlega og túlk-
aði.9 „Þegar gríska er þýdd á annað tungumál er ekki alltaf hægt að end-
urskapa hana í nákvæmlega sömu mynd, og það sama á við hvert það
9 André Vaillant, „Le Préface de l’évangeliaire vieux-slave“, Revue des études Slaves,
XXTV (1948), bls. 5 o.áfr.
179