Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Side 182
ROMAN JAKOBSON
tungumál sem þýtt er á“, segir hinn slavneski postuli. „Karlkynsnafirorð
eins og ‘potamos’ og ‘aster’ á grísku, eru kvenkyns á öðrum tungumál-
um, eins og reka og zvezda eru á slavnesku.“ Samkvæmt ritskýringu Va-
illants afináir þessi muntn táknræna samsemd vatns og djöfla, stjarna og
engla í slavnesku þýðingunni á tveimur hendingum úr Matteusarguð-
spjalli (7:25) og 2:9). En heilagur Konstantín andmælti kröfinglega þess-
ari ljóðrænu hindrun með lífsreglu Díónýsíusar sem kenndur er við
Areopagos en haxm hvatti til að athygli væri íyrst og fremst beint að vits-
munagildum (sile razumu) en ekki að orðunum sjálfinn.
I skáldskap verða orðajöfnur byggingarregla textans. Setningafræði-
legar og formfræðilegar flokkanir, rætur, forskeyti og viðskeyti, fónem og
þættir þeirra (aðgreinandi einkenni) - í stuttu máli sagt, öllmn liðum
málkóðans er mætt, þeirn er stillt upp hlið við hlið, gerðir samfelldir eft-
ir reglunni um líkindi og andstæðu og þeir hafa eigin sjálfstæða merk-
ingu. Fónemísk líkindi eru greind sem merkingarfræðilegt samband.
Hljóðaleikurinn, eða til að nota lærðara og kannski nákvæmara hugtak,
orðaleikurinn ríkir yfir ljóðlist, og hvort sem regla þess er algild eða tak-
mörkuð er Ijóðlist samkvæmt skilgreiningu óþýðanleg. Aðeins skapandi
tilfærsla er möguleg: Annaðhvort innanmálstilfærsla, þ.e. af einu ljóð-
rænu formi yfir á annað, eða millimálatilfærsla, þ.e. af einu tungumáli yf-
ir á annað, eða að lokum millisemíótísk tdlfærsla, þ.e. af einu táknkerfi yf-
ir á annað, til dæmis af orðlist yfir í tónlist, dans, kvikmyndalist eða
málaralist.
Ef við ættum að þýða á íslensku hið hefðbundna orðatiltæki Tradutt-
ore, traditore sem „þýðandinn er svikari“ myndum við sHpta þennan ít-
alska rímaða málshátt öllum bragrænum einkennuin sínum. Þess vegna
myndi vitsmunalegt viðhorf neyða okkur til að breyta þessum spakmæl-
um í afdráttarlausari staðhæfingu og til að svara þessum spurningum:
Þýðandi hvaða málboða? Svikari hvaða gilda?
María Sæmundsdo'ttir þýddi