Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Qupperneq 187
UM TURNA BABEL
sjálfir sitt eigið naín, safnast þar saman („til að við séum ekki tvístraðir“)
eins og í einingu staðar sem er í senn tunga og turn, annað sem hitt.
Hann refsar þeim fyrir að hafa viljað með þessu tryggja sér sjálfir eina og
altæka ættarframrás. Því texti Sköpunarsögunnar heldur beint áfram,
eins og um væri að ræða sama tilgang: reisa turn, byggja borg, gera sér
nafn á alheimstungu sem einnig væri þjóðmál, og safna saman niðjum:
Þeir segja: / „Komum, byggjum okkur borg og turn. / Toppur
hans: til himnanna. / Gerum okkur nafh, / til að við séum ekki
tvístraðir um yfirborð allrar jarðarinnar.“ / YHWH stígur nið-
ur til að sjá borgina og turninn / sem mannsins synir hafa
byggt. / YHWH segir: / ,Já! Ein þjóð, ein og sama vör fyrir
alla: / þetta er það sem þeir hefjast handa með! ... / Komum!
Stígum niður! Ruglum varir þeirra, / maðurinn mun ei lengur
skilja vör náunga síns.“ [Síðan dreifir hann Sem-fólkinu, og
dreifingin er hér afbygging] / YHWH tvístrar þeim þaðan um
yfirborð allrar jarðarinnar. / Þeir hætta byggingu borgarinnar.
/ Sem hann lýsir nafni sínu yfir: Bavel, Ruglingur, / því með
þessu, ruglar YHWH vör allrar jarðarinnar, / og þaðan tvístr-
ar YETVVH þeim um yfirborð allrar jarðarinnar.
Mætti þá ekki tala um öfund Guðs? Af andúð gagnvart hinu eina nafni
og hinni einu vör mannanna, neyðir hann upp á þá nafni sínu, nafhi sínu
sem föður og með þessari harkalegu íþyngingu hrindir hann af stað af-
byggingu tumsins sem og hins eina tungumáls, hann tvístrar sifjabálkin-
um. Hann rýfur afkomendakeðjuna. Hann gerir þýðingu að nauðsyn og
fyrirmunar hana jafnharðan. Hann gerir hana að nauðsyn og forboði,
dæmir til að þýða, en eins og til að tapa, börn sem héðan í frá skulu bera
nafn hans. Út frá eiginnafni Guðs, komnu ffá Guði, komnu ofan frá
Guði eða föðurnum (og það stendur greinilega að YHWH, nafn sem
ekki verður borið fram, stígur niður að turninum), út frá þessu merki
tvístrast tungurnar, mglast eða margfaldast, samkvæmt ffamrás sem ein-
mitt í tvístrun sinni heldur áfram að vera auðkennd því nafiii sem eitt
hefur reynst öflugast, því tungutaki sem eitt hefur borið hærri hlut. En
þetta tungutak felur reyndar sjálft í sér merki ruglingsins, það þýðir óeig-
inlega hið óeiginlega, það er að segja, Bavel, mglingur. Þýðingin verður
þar með nauðsynleg og fyrirmunuð Kkt og afleiðing baráttu um að eigna
sér nafnið, nauðsynleg og fyrirmunuð á bilinu milli tveggja nafna sem
185