Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Blaðsíða 191
UM TURNA BABEL
væru hin dæmin um notkun orðsins „þýðing“ dæmi um þýðingu innan
tungumálsins og ófullnægjandi, hliðstætt við myndhverfingar þegar á allt
er htið, vafhingar eða umtumanir á þýðingu í eiginlegri merkingu orðs-
ins. Þannig væri um að ræða þýðingu í eiginlegri merkingu og þýðingu í
}dirfærðri merkingu. Og til þess að þýða úr annarri á hina, innan sama
tungumáls eða úr einni tungu á aðra, í yfirfærðri eða eiginlegri merk-
ingu, leiddist maður inn á brautir sem sýndu fljótt hvaða vandamál geta
fylgt þessari traustvekjandi þrískiptingu. Reyndar mjög fljótt: í sömu
andrá og við berum fram Babel finnum við að ómögulegt er að ákveða
hvort þetta nafii tilheyri eiginlega og einfaldlega einu tungumáli. Og það
er mikilvægt að þessi óákveðni er að verki í baráttu fyrir eiginnafhinu á
vettvangi ættarskuldar. Með því að leitast við að „gera sér nafn“, koma á
stofiu hvoru tveggja í einu, alheimstungu og einni ætt, vilja Semítamir
koma vitinu fyrir heiminn sem getur þýtt samtímis yfirgang herraþjóðar
(úr þ\h að þar með gerðu þeir þjóðtungu sína algilda) og friðsamlega ein-
drægni hins mannlega samfélags. Þegar Guð neyðir upp á þá og teflir
gegn þeim nafhi sínu gerist hið andstæða: hann spillir hinni skynsamlegu
eindrægni en gerir Hka að engu nýlenduyfirráð eða tungumálatengda
heimsvaldastefnu. Hann gerir þýðingu að hlutskipti þeirra, beygir þá
undir lögmáhð um nauðsynlega og ómögulega þýðingu; þannig lætur
hann í té, með sínu þýðanlega-óþýðanlega eiginnafni, altæka skynsemi
(sem mun aldrei aftur heyra undir veldi einnar sérstakrar þjóðar) en um
leið takmarkar hann sjálft altæki hennar: skýleysa er forboðin, ótvíræðni
ómöguleg. Þýðingin verður að lögmáh, skyldu og skuld en skuldin verð-
ur aldrei endurgoldin. Slík ógjaldfæmi merkist beinlínis á orðinu Babel:
sem í sömu andrá þýðist og þýðist ekki, tilheyrir tungumáli án þess að til-
heyra því og safhar ógreiðanlegri skuld hjá sjálfu sér, hjá sjálfu sér sem
öðm. Þetta mundi vera hin babelska virkni.
Þetta einstæða dæmi, bæði erkitýpískt og allegórískt, mættá nota sem
kynningu á öllum þýðingavandamálum af svokölluðum kennilegum toga.
En engin kenningasmíð, með því að hún verður til á tungumáli, gemr
ráðið við hina babelsku virkni. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að í
stað þess að fjalla um hana í fræðilegum dúr, ætla ég heldur að reyna að
þýða efdr mínu höfði þýðingu á öðrum texta um þýðingar. An þess að
geta endurgoldið honum, viðurkenni ég þannig skuld mína við Maurice
de Gandillac. Við eigum honum að þakka, auk margvíslegrar annarrar
leiðsagnar sem ekkert getur komið í staðinn fyrir, að hafa kynnt og þýtt
189