Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Síða 193
UM TURNA BABEL
kærleiksböndum sem innsigla tryggðimar milli höfandar „frumtextans“
og tungu hans. Þau ummæli Benjamins um þessi skuldaskil að þau geti
eins orðið ómöguleg: ógreiðanleg skuld á ættarvettvangi, mynda þunga-
miðju ritgerðarixmar. Eitt grundvallarþema textans er „skyldleiki“ tungu-
málanna, í skilningi sem er ekki runninn frá sögulegum málvísindum 19.
aldar, en er þeim þó ekki alveg óviðkomandi. Það má vera að hér sé okk-
ur boðið að hugsa sjálfan möguleikann á málsögu.
Benjamin var að vitna í Mallarmé: á ffönsku, efrir að hafa skilið eftir
latneskt orð í sinni eigin setningu, orð sem Maurice de Gandillac fram-
kallar neðanmáls til þess að árétta að með „génie“ þýddi hann ekki úr
þýsku heldur latínu (ingenium). En auðvitað gat hann ekld farið eins að
með þriðja tungumál ritgerðarinnar, frönsku Mallarmés en Benjamin
gerði sér fulla grein fyrir óþýðanleika hennar. Enn og aftur: hvemig má
þýða texta sem skrifaður er á fleiri tungumálum í senn? Hér fylgir kafl-
inn um hið óleysanlega (eins og fyrr vitna ég í frönsku þýðinguna og læt
mér nægja að bæta inn í hér og hvar þýska orðinu til stuðnings mínu
máli):
Þrátt fyrir þetta era heimspeki og þýðingar ekki gagnslaus iðja,
eins og tilfinningasamir listamenn vilja halda ffarn. Því sá
heimspekiandi er til, hvers innsti eiginleiki er þrá eftir því máli
sem gerir vart við sig í þýðingunni:
„Les langues imparfaites en cela que plusieurs, manque la
supréme: penser étant écrire sans accessoires ni chuchote-
ment mais tacite encore rimmortelle parole, la diversité,
sur terre, des idiomes empéche personne de proférer les
mots qui, sinon, se trouveraient, par une frappe unique,
elle-méme matériellement la vérité.“
Þótt sá raunveraleiki sem orð Mallarmés laða ffam sé með öllu
heimfæranlegur á heimspekinga, standa þýðingar, með þeim
vísi (Keimen) sem þær hafa að geyma að slíku máfi, miðja vegu
milli bókmenntalegrar sköpunar og fræða. Verk þeirra er ekki
eins áberandi en hefur markað söguna allt eins djúpt.
Sé verkefni þýðandans skoðað í þessu ljósi, er hætt við að
leiðir til úrlausnar myrkvist að sama skapi. Svo virðist raunar
sem þetta verkefni, að koma sæði hins hreina máls til þroska í
þýðingunni (den Samen reiner Sprache zur Reife zu bringen),