Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Síða 196
JACQUES DERRIDA
kenningarnar, koma hér nokkrar þeirra með þeirri harðneskju sem ein-
kennir dæmatöku:
1. Verkefhi þýðandans sprettur ekki af viðtöku. Þýðingafræðm er að meg-
ininntaki ekki byggð á einhverri viðtökukenningu, jafnvel þótt hún geti
á hinn bóginn stuðlað að því að útskýra slíka kenningu og gera hana
mögulega.
2. Megintilgangur þýðinga er ekki, ekki frekar en frumtexta, sá að miðla.
Og Benjamin heldur eindregið, og utan við alla hættu á mögulegum and-
mælum, hinni ströngu tvískiptingu milh frumtextans og þýðingarinnar,
hins þýdda og hins þýðandi, þó svo hann hniki til tengslum þeirra. Og
hann beinir athyglinni að þýðingum skáldskapar- og helgitexta þar sem
innsta eðli þýðinga kemur fram. Oll ritgerðin hrærist á milli hins skáld-
skaparlega og hins helga, færist til baka að hinu fyrra frá því síðara sem
vísar á f\TÍrmynd allra þýðinga, hið hreina þýði: þýðingin á milli Knanna
í helgum texta væri fyrirmynd eða frummjnd (Urbild) allrar þýðingar
sem almennt er möguleg. Og þetta er önnur kenningin: miðlun er ekki
höfuðatriðið að því er varðar skáldskapar- eða helgitexta. Þessar vanga-
veltur varða ekki beint hina miðlandi formgerð málsins, heldur frekar til-
gátuna um miðlunarbært innihald sem aðgreindist þá stranglega ffá mál-
athöfn miðlunar. Gagnrýnin á táknhyggju og „hinn borgaralega
skilning“ á máli árið 1916 tók einmitt til þessarar uppskiptingar: miðill,
viðfang, viðtakandi. ,JVlál á sér ekkert innihald“. Það sem mál miðlar
fyrst og fremst er „miðlunarhæfni“ þess (U?n málið yfirleitt og mannlegt
mál, þýð. M. de Gandillac, bls. 85). Verður þá sagt að hér með sé búið að
ljúka upp leið að virknisvídd yrðinga? Hvað sem öðru líður varar þetta
okkur við fljótfærni: að einangra inntak og kenningar í Verkefiii þýðand-
ans, og þýða þau öðruvísi en sem undirritun eins konar eiginnafns sem
ætlað er það hlutverk að tryggja afkomu þess sem verks.
3. Ef á milli þýdds texta og þýðandi texta er að finna tengsl „frumtexta“
og þýðingar, geta þau ekki verið af toga staðgöngu eða endurgerðar.
Þýðing er hvorki mynd né afrit.
Að þessum þrem varnöglum slegnrun (hvorki viðtaka, miðlun, né stað-
ganga) hvemig er staðan á skuld og ætt þýðandans? eða fyrst og ffemst á
því sem þýða á, á \>ví-sem-þýðast-á}
r94