Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 197
UM TURNA BABEL
Við skulum rekja þráð lífs eða afkomu, alls staðar sem hann tengist
gangi skyldleika. Þegar Benjamin vísar viðtökusjónarmiðinu á bug er það
ekki til að dæma það með öllu óviðeigandi, og hann hefur eflaust gert
mikið tdl að búa í haginn fyrir kenningu um viðtöku í bókmenntum. En
hann vill fyrst koma aftur að því stigi sem hann kallar ennþá „frumtext-
ann“, ekki af því að það framleiði sína viðtakendur og sína þýðendur,
heldur af því að það beiðist, krefst þeirra, tilskipar, fyrirskipar þá með því
að setja lögmálið. Og hér er það formgerð þessarar beiðni sem virðist
sérstökust. I hverju liggur hún? Þegar bókmenntatexti á í hlut - við skul-
um segja í þessu tdlfelli nánar tiltekið „skáldskapartexti“ - liggur hún ekki
í hinu sagða, hinu yrta, hinu miðlaða, inntakinu eða þemanu. Og þegar
Benjamin segir aftur „miðlun“ eða „boð“ (Mitteilung, Aussagé) í þessu
samhengi er það ekki um athöfnina heldur um innihaldið sem hann virð-
ist vera að tala: „En hvað „segir“ bókmenntaverk (Dichtung)? Hverju
miðlar það? Afar lítið þeim sem skilur það. Megineðli þess er ekki miðl-
un, ekki boð.“
Beiðnin virðist sem sagt eiga leið um formið og raunar vera sett ffam
af því. „Þýðing er form“ og lögmál þessa forms á sér fyrstan stað í frum-
textanum. Þetta lögmál segir fyrst til sín, ítrekum það, sem beiðni í hin-
um sterkari skilningi orðsins, tdlkall sem felur á hendur, tilskipar, sér fyr-
ir, úthlutar. Að því er viðvíkur þessu lögmáli sem tdlkalli, geta tvær
spurningar skotið upp kollinum; þær eru í eðli sínu ólíkar. Sú fyrri: get-
ur verkið alltaf fundið, meðal lesenda sinna, þann þýðanda sem er á ein-
hvern hátt hæfur? Seinni spurningin og „eiginlegar“, segir Benjamin,
(eins og þessi spurning gerði hina fyrri betur viðeigandi en hann fer, eins
og við munum sjá, allt öðru vísi með hana): „þolir [verkið] eðli sínu sam-
kvæmt, og ef svo er - í samræmi við þýðingu þessa forms - krefst það
þess, að vera þýtt?“
Svarið við þessum tveimur spurningum getur hvorki verið sama eðlis
né með sama hætti. Við þeirri fyrri er það óvíst, ekki nauðsynlegt
(þýðandi sem fær er um verkið getm komið fram eða ekki komið fram,
en það breytir engu um þá kröfu og þá formgerð valdboðs sem af verk-
inu er komin), en hreinlega apódiktískt við þeirri síðari: nauðsynlegt, a
priori, sannanlegt, einhlítt því það sprettur af innra lögmáh frumtextans.
Hann krefst þýðingar þó svo enginn þýðandi sé til staðar, fær um að
gegna þessu valdboði sem er á sama tíma beiðni og þrá í sjálfri formgerð
frumtextans. Þessi formgerð er tengsl lífs við afkomu. Benjamin líkir
l9S