Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Síða 203
UM TURNA BABEL
með „það sem þau vilja segja“? Og hvað með þessa framsetningu þar sem
ekkert er sett fram með venjulegum hætti nærverunnar?
Hér er nafnið, táknið, sannleikurinn, bókstafurinn í húfi.
Eitt djúprætt undirstöðuatriði ritgerðarinnar, sem og textans frá 1916,
er kenning um nafnið. Málið grundvallast þar á orðinu og þeim forgangi
sem það að nefna hefur. Þetta er, meðal annarra orða, staðhæft af mikilli
festu ef ekká miklu afdráttarleysi: „frumefni þýðandans“ er orðið, ekki
setningin, hin setningafræðilega hðskipting. Til stuðnings þessari hug-
mynd býður Benjamin upp á einkennilega „mynd“: hann líkir seming-
unni (Satz) við „múrinn framan við tungumál frumtextans“ en orðinu,
orð-fýrir-orð-inu, orðfylgninni (Wörtlichkeit) við „súlnagöng“ þess. Þar
sem múrinn styður við, með því að hylja (hann er framan við frumtext-
ann), veita súlnagöngin stuðning jafnframt því að hleypa inn birtu og
gefa þannig kost á að sjá frumtextann (við erum ekki langt frá „hliðar-
göngum Parísar“6). Þessi forgangur orðsins styður að sjálfsögðu forgang
nafhsins og þar með eiginleika eiginnafnsins, möguleika þýðingarsamn-
ingsins og það sem í húfi er með honum. Hann vísar á hið hagræna
vandamál þýðinga, hvort sem um er að ræða hagfræði sem lög um eigið
eða hagfræði sem magnbundin tengsl (að umrita sémafn í fleiri orð, setn-
ingu eða skýringu o.s.frv., er það þýðing?).
Til er \>að-sem-þýðast-á. Það skikkar og skuldbindur. Það skuldbindur
miklu fremur sémöfnin á jaðri tungunnar en höfundana, í eðli sínu
skyldar það hvorki til að miðla, né að vera fulltrúi fyrir, né að halda gef-
ið loforð, öllu heldur að teikna upp samninginn og gefa fif sáttmálanum,
m.ö.o. symbolon, í merkingu sem Benjamin gefur ekki undir þessu nafhi
en gefur án efa í skyn með metafórunni um amfóruna, eða segjum held-
ur, úr því að við höfúrn haft hugboð um hina almennu merkingu meta-
fórunnar, með ammetafórunni.
Fyrst þýðandinn hvorki endurgerir né skapar efrirmynd af frumtextan-
um þýðir það að sá hinn sami kemst af og umbreytist. Þýðingin verður
að sönnu skeið í hans eigin vexti, hann fullgerist í henni og stækkar lír
því. En nú er nauðsynlegt að af vexti (og það er í þessu samhengi sem
„sæðisrökfærslan“ hlýtur að hafa læðst að Benjamin) spretti ekki hvaða
forrn sem er í hvaða átt sem er. Vöxtur verður að fúllgera, fylla, gera heilt
6 Benjamin tók þetta fyrirbæri til umþöllunar í öðram skrifum sínum, fyrst og fremst
í ófullgerðu verki sem gefið var út að honum látnum undir heitinu Das Passagen-
Werk. — Pýð.
201