Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Side 207
UM TURNA BABEL
jafii fráleita fiillyrðingu verður textinn jafnvel enn óspilltari eftir að
þýðandinn hefnr farið um hann höndum, og meyjarhaftið, merki flekk-
leysis, enn frekar á verði efrir hitt hafrið, gerðan samning og brúðkaups-
nóttina. Allt til loka hans mun hinn táknræni fullnaður ekká eiga sér stað
og þó mun hjúskaparheitið hafa verið unnið og þetta er verkefhi þýðand-
ans, rismesti eiginleiki þess og sá sem ekkert kemur í staðinn fýrir.
Hvað meira? Af hverju samanstendur hið ósnertanlega? Skoðum aftur
metafórurnar eða ammetafórurnar, þessar XJbertragungen sem eru
þýðingar og myndhverfingar þýðinga, þýðingaþýðingar (Ubersetzungen)
eða myndhvarfamyndhvörf. Skoðnm alla þessa benjamínsku kafla. Fyrsta
myndin sem kemur hingað er sú um aldinið og hýðið, kjarnann og hism-
ið (Kem, Frucht/Schale). Hún lýsir þegar á allt er fitið greinarmuninum
sem Benjamin snýr aldrei við baki né heldur skeytir hann um að taka
hana til náinnar athugunar. Kjama, ffumtextann sem sfikan, þekkir mað-
ur af því að hann getur að nýju látið þýðast og endurþýðast. Þetta getur
þýðing aftur á móti ekki sem slík. Aðeins kjarni, vegna þess að hann
tregðast við þeirri þýðingu sem hann laðar að sér, getur gefist nýrri
þýðingaraðgerð án þess að komast í þrot. Þ\f að tengsl innihalds við
tungu, maður gæti einnig sagt effds við form, táknmiðs við táknmynd,
það má einu gilda hér (í þessu sambandi stillir Benjamin upp sem and-
stæðum inntaki (Gehalt) og tungu eða máli (Sprache)), em ekki þau sömu
í frumtextanum og í þýðingunni. I fýrra tilvikinu er eining þeirra jafh
þétt, föst, jafii samloðandi og eining aldins og hýðis, skumar þess eða
barkar. Ekki að þau séu óaðskiljanleg, maður verður að gera greinarmun
á þeim í lögum, en þau tilheyra fifrænni heild og það er ekki alveg merk-
ingarlaust að myndhverfingin skuli hér vera í ætt við gróður og náttúm,
náttúruhyggju:
Inn í þetta ríki kemst hann [frumtextinn í þýðingu] aldrei alla
leið, en þar er að finna það sem gerir þýðingu að meiru en
miðlun. Hægt er að sldlgreina nánar þennan innri kjarna sem
það í þýðingunni sem ekki er þýðanlegt að nýju. Því, enda þótt
hægt væri að skilja úr allt það sem miðlunartækt er og þýða,
stæði alltaf eftir hið ósnertanlega, sem vinna sanns þýðanda
miðar að. Það er ekki tilfæranlegt á sama hátt og skáldskapar-
orð ffumtextans (iibertragbar wie das Dichterwort des Originals),
því tengsl inntaks við málið em gjörólík í frumtexta og
205