Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Side 208
JACQUES DERRJDA
þýðingu. í frumtextanum mynda inntak og mál ákveðna ein-
ingu, eins og eining aldins og hýðis.
Við skulum brjóta ögn betur til mergjar orðlistina í þessum kafla. Ekki er
víst að hinn innri „kjami“ og „aldinið“ tákni hið sama. Hinn innri kjarni,
það, í þýðingunni, sem ekki er þýðanlegt að nýju, er ekki inntakið held-
ur þessi samloðun milli inntaks og tungumáls, milli aldins og hýðis. Þetta
getur komið einkennilega eða ruglingslega fýrir sjónir (hvemig getur
kjami verið staðsettur milh aldins og hýðis?). An efa þarf að hugsa sér að
kjaminn sé í íýrsta lagi hin harða og miðlæga eining sem heldur aldininu
við hýðið, aldininu við sjálft sig líka; og umfram allt að í hjarta aldinsins
sé kjaminn „ósnertanlegur“, utan færis og ósýnilegur. Kjaminn væri þá
fyrri myndhverfing þess sem sameinar heitin tvö í síðari myndhverfing-
tmni. En sú þriðja er einnig til, og í þetta sinn er uppsprettan ekki nátt-
úrleg. Hún tekur til tengsla inntaks við tungu í þýðingunni, ekki lengur
í frumtextanum. Þessi tengsl em öðmvísi og ég held ekki að ég fari með
tilbúning með því að leggja áherslu á þennan mismun og segja að hann
sé einmitt það sem ólíkt er með því tilbúna og því náttúrlega. Hvað er
það raunar sem Benjamin tekur fram, eins og í leiðinni, af lagni kennar-
ans eða mælskumannsins? Að „mál þýðingarinnar umlykur inntak sitt
eins og konungskápa með víðum fellingum. Því það er táknmynd sér
æðra máls og verður þar af leiðandi alltaf ófullnægjandi, þvingað og
framandi gagnvart sínu eigin inntaki.“ Þetta er mjög fallegt, fögur
þýðing: hvítt hermelín, krýning, veldissproti og hátignarlegt fas. Kóng-
urinn á sér vissulega líkama (og hér er það ekki frumtextinn heldur það
sem myndar inntak þýdda textans) en þessum líkama er aðeins lofað af
þýðingunni, hann er gefinn til kynna og hulinn af henni. Flíldn fer vel en
fellur ekki sérlega þétt að hinum konungborna. Þetta er ekld veila, hin
besta þýðing líkist þessari konunglegu kápu. Hún er aðskilin þeim líkama
sem hún þó hæfir, fellir sig við hann án þess að fella sig við hann. Vissu-
lega mætti prjóna við þessa kápu vangaveltum um nauðsyn þessarar
Ubertragung, þessarar metafórísku þýðingar á þýðingum. Til dæmis má
stilla þessari myndhverfingu upp andspænis þeirri um hýðið og kjamann
á sama hátt og maður hugsar sér tækni andspænis náttúru. Famaður er
ekki náttúrlegur, það er vefnaður og jafnvel, önnur myndhvörf mynd-
hvarfanna, lesefni, og þetta tilbúna lesefni birtist einmitt við hlið hins
táknræna samnings. En ef frumtextinn er beiðni um þýðingu, þá krefst
206