Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 209
UM TURNA BABEL
aldinið hér, nema ef vera skyldi kjarninn, að verða konungurinn, eða
keisarinn sem bera mun ný föt: undir víðum fellingunum, in weiten Fal-
ten, grunar mann að hann sé nakinn. Kápan og fellingarnar vernda kon-
unginn eflaust gegn kulda og öðrum ágangi náttúrunnar; en í íyrsta lagi,
aðallega, er hún, eins og veldissproti hans, hin glæsilega ásýnd laganna.
Hún er vísbending um vaidið og vald til að ráða lögum. En maður dreg-
ur þá ályktun að það sem skiptir máli sé það sem gerist undir kápunni,
þ.e. líkami konungs, segið ekki strax limurinn, sem þýðing beitir tungu
sinni í kringum, gerir fellingar, lagar snið, bryddar fald, nælir og saumar.
En ávallt vítt fallandi í nokkurri fjarlægð frá innihaldinu.
2. Meira eða minna þétt fellur kápan að líkama konungs, en að því er
varðar það sem gerist undir kápunxú, hvernig má skilja konunginn frá
konungshjónunum? Það er þetta hjónapar (líkami konungs og kjóll hans,
inntak og tunga, kóngur og drottning) sem ræður lögum og tryggir alla
samninga allt ffá þessum fýrsta samningi. Gleymum ekki, að á vettvangi
þýðinga eru erfðir eða ætt að verki. Þannig varð mér hugsað til brúðar-
kjóls. I meðförum Benjamins er málunum ekki þokað í þá átt sem ég geri
með minni þýðingu, lesandi hann þegar í þýðingu. Eg hef leyft mér eitt
og annað með inntak frumtextans, sem og tungu hans, og Jaar að auki
með þann fountexta sem franska þýðingin er mér núna. Eg hef bætt
annarri kápu við hina, þetta bylgjast enn, en gengur ekki öll þýðing
þannig til? I það minnsta ef þýðingu gengur það til að koma.
Þrátt fýrir aðgreininguna milh myndhvarfanna tveggja, hýðisins og
kápunnar (hinnar konunglegu kápu, því hann sagði „konunglegur“ þar
sem öðrum hefði getað fundist kápa nægja), þrátt fyrir andstæðu náttúru
og hstar, er í báðum tilfellum eining með inntaki og tungu, náttúrleg ein-
ing í öðru, táknræn eining í hinu. I þýðingunni skírskotar einingin ein-
faldlega til (í yfirfærðri merkingu) „náttúrlegri“ einingar, hún gefur lof-
orð um upphaflegri tungu eða mál, og eins og upphafnari, upphafhari að
því makalausa leyri að loforðið sjálft, þ.e. þýðingin, er og verður ófúll-
nægjandi (íunangemessen), misbjóðandi og þvinguð (gewaltig) og framandi
(fremd). Þetta „brot“ gerir tilgangslausa, „bannar“ jafnvel alla Ubertrag-
img, alla „transmission“ eins og franska þýðingin segir rétrilega: orðið
leikur, eins og transmission, bæði við staðfærandi og myndhverfan til-
fluming. Og orðið Ubertragung lætur aftur til sín taka nokkrum línum
síðar: ef þýðingin „umplantar“ frumtextanum á annan og „kaldhæðn-
207