Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Síða 211
UM TUKNA BABEL
leika. Þessi frumleiki er skilgreindur sem frumleiki tjáningar og það er
ein af fplmörgum klassískum heimspekisegðum sem liggja til grundvall-
ar lögunum. Nú er tjáning vissulega andstæða innihalds, og frumleika
sinn skal þýðingin, en henni er ekki ætlað að hrófla við innihaldinu, ein-
ungis fá frá tungunni sem tjáningw, en tjáning er líka andstæða þess sem
franskir lögspekingar kalla samningu frumtextans. Alla jafna er samning
dregin í dilk með formi, en hér er tjáningarformið, sem í má viðurkenna
frumleika þýðanda og þar með höfundar-þýðandarétt, aðeins tjáningar-
form tungumálsins, val orða á tungumálinu, o.s.frv., en ekkert annað af
forminu. Eg vitna í Claude Colombet, og tek þaðan aðeins örfáar línur,
í samræmi við lögin frá 11. mars 1957, sem minnt er á í upphafi bókar-
innar og „leyfa ekki ... nema efniságrip og stuttar tilvitnanir í þeim til-
gangi að gefa dæmi og sýnishorn,“ því „öll birting eða afritun í heild, eða
að hluta, án leyfis höfundar eða þeirra sem fara með umboð hans er
óleyfileg,“ og skoðast „því sem fölsun, sem refsiverð er samkvæmt 425.
grein og þeim lagagreinum sem á eftír koma í hegningarlögunum.“:
54,- Þýðingar eru frumverk aðeins að því er lýtur að tjáningu;
[afar þverstæðukennd takmörkun: homsteinn höfundarréttar-
ins er nefnilega sá að aðeins formið getur orðið höfundareign,
en ekki hugmyndir, umfjöllunarefni eða innihald, sem em sam-
eiginleg og algild eign.7 Þótt byrjunarályktun sé góð og gild, úr
því að það er þetta form sem ákvarðar frumleika þýðingarinn-
ar, gæti önnur afleiðsla orðið til falls því hún ætti að leiða til
þess að hafna þyrftí því sem aðgreinir frumtexta frá þýðingu ef,
að tjáningunni undanskilinni, um er að ræða efnislega aðgrein-
ingu. Nema ef samningargildið hversu lítið einstrengingslegt
sem það er, sé vísbending um þá staðreynd að tengslin milli
ffumtexta og þýðingar liggja hvorki í tjáningu né innihaldi
heldur í öðm handan þessarra andstæðna. Með því að fylgjast
með vandræðagangi lögfræðinga - en orðakrókarnir koma þar
stundum broslega fýrir sjónir - við að draga ályktanir af gmnd-
vallarreglum eins og „Höfundarrétturinn nær ekki yfir hug-
myndir; en þær geta, stundum óbeint, verið verndaðar á annan
hátt en af lögunum frá 11. mars 1957,“8 má gera sér betur grein
Sbr. allan fyrsta kafla þessarar bókar L’absence de protection des idées par le droit d’aut-
eur.
8 Sama rit, bls. 21.
209