Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 212
JACQUES DERRIDA
íyrir sögulegnm forsendum þessarar reglu og því hve hugtak-
agrundvöllur hennar er brothættur] í 4. gr. laganna eru þær
taldar til vemdaðra verka; raunar hefur alltaf verið viðtekið að
þýðandinn sýni ffumleika í vali á tjáningarmáta til þess að
koma sem best til skila á einu máli merkingu texta á öðm máli.
Svo vitnað sé í M. Savatier „Andi hvers tungumáls gefur þýdda
verkinu eigið yfirbragð; og þýðandinn er enginn óbreyttur
vinnumaður. Hann tekur sjálfur þátt í afleiddri sköpun sem
hann ber eigin ábyrgð á“; þetta þýðir raunar að þýðingin er
ekki árangur af sjálfvirku ferli; við að velja á milli mismunandi
orða, mismunandi orðfæris skapar þýðandinn andlegt verk; en
hann mundi auðvitað aldrei geta breytt samningu verksins sem
hann þýðir, vegna þess að hann er bundinn gagnvart því.
Með sínu tungutaki segir Desbois hið sama, að viðbættum nokkmm
útskýringum:
Afleidd verk se?n ei~u fiimisköpnn aðþví er tjáningu varðar. 29. Til
að vera hlutfiallsleg fi'mnsköpun [það er Desbois sem skáletrar]
þarf verkið sem um ræðir alls ekki að bera merki persónulegra
séreinkenna hvað varðar bæði samningu og tjáningu eins og
umsamin verk. Nægilegt er að höfundurinn hafi beitt sér per-
sónulega í tjáningunni, jafnframt því að fylgja nákvæmlega
framvindu verks sem þegar var fýrir hendi: 4. grein gengur út
frá þessu, því að í upptalningu á afleiddum verkum, sem er ekki
tæmandi, setur hún þýðingar í öndvegi. Traduttore, traditore,
segja Italir gjarnan í skensi, sem eins og allir heiðurspeningar
hefur tvær hliðar: þó til séu vondir þýðendur sem gera sig seka
um margfaldar mistúlkanir, er vimað til annarra fýrir að hafa
leyst verkefni sitt lofsamlega af hendi. A móti hættunni á vill-
um eða göllum stendur vonin um áreiðanlega þýðingu en hún
byggist á fullkominni þekkingu á málunum tveimur, skynsam-
legum ákvörðunum meðal ótal valkosta, og þar með skapandi
vinnu. Aðeins meðalslugsarar í stúdentsprófum láta sér nægja
að fletta upp í orðabók: samviskusamur og hæfur þýðandi
„leggur sitt af mörkum“ og skapar rétt eins og málari sem líkir
eftir fýrirmynd. - Sannprófun þessarar niðurstöðu fæst með
því að bera saman nokkrar þýðingar á einum og sama texta:
210