Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2004, Page 215
UM TURNA BABEL
ert frekar en menn eins og Rousseau eða Husserl gerðu í hliðstæðu sam-
hengi og með sambærilegum hætti. Benjamin tekur þetta jaínvel bókstaf-
lega fram: til þess að komast sem næst þessum skyldleika eða þessum
venslum „er upprunahugtakið (Abstammungsbegriff) óhjákvæmilegt“.
Hvar á þá að leita að þessum upprunavenslum? Þau gera vart við sig í því
hvemig miðanirnar geiga, hörfa og er sambeitt. I gegnum hvert tungu-
mál er miðað á einhvern og hinn sama hlut sem engri tungu tekst þó,
einni og sér, að hæfa. Þær geta ekki vænst þess að hæfa hann, og ekki lof-
að sér honum, nema með því að beita saman meiningarviðleitni sinni
„samanlagðri meiningarviðleimi sinni þar sem hver bætir aðra upp“.
Þessi sambeiting í átt að heildinni er hörfun inn í sig því það sem hún
leitast við að hæfa, það er „málið hreint“ (die reine Sprache), eða hin
hreina tunga. Það sem þá er miðað á með þessari samvinnu tungnanna
og meiningarviðleitni þeirra er ekki forskilvitlegt mngunni, það er ekki
raunveruleiki sem þær sækja að úr öllum áttum eins og turn sem þær
reyna að ná í kringmn. Nei, það sem þær leitast við að miða á, hver um
sig og saman í þýðingu, það er tungumálið sjálft sem babelskur atburð-
ur, tungumál sem er ekki hið altæka tungumál í skilningi Leibniz, tungu-
mál sem er heldur ekki hið náttúrlega tungumál sem sérhvert tungumál
er út af íyrir sig, það er mál-vera tungunnar, mngan eða málið sern slíkt,
þessi eining án nokkurrar sjálfsemdar sem gerir að verkum að til em
tungwr, og að það em tiingur.
Þessar tungur mynda tengsl hver við aðra í þýðingunni með óheyrð-
um hætti. Þær bæta upp hver aðra, segir Benjamin; en engin önnur fulln-
usta í heiminum gemr staðið fyrir þessa, né heldur þennan táknræna
uppbætáleika. Þessi einstæða (sem ekkert í heiminum gemr staðið fyrir)
er án efa komin undir meiningarviðleitninni eða því sem Benjamin reyn-
ir að þýða á mál skólaspeki-fyrirbærafræðinnar. Innan sömu meiningar-
viðleitni er nauðsynlegt að greina stranglega á milli þess sem miðað er á,
miðið (das Gemeinte), og miðunarháttarins (die Art des Meinens). Verkefni
þýðandans, óðar en hann festir sjónir á frumsamningi tungnanna og
væntingunni um „hið hreina mál“, útilokar hið „miðaða“ eða læmr það
liggja milh hluta.
Það er miðunarhátturinn einn sem úthlutar verkefhi þýðandans. A
hvern „hlut“, í þeirri sjálfsemd hans sem gert er ráð fyrir (til dæmis
brauðið sjálft) er miðað samkvæmt ólíkum hátmm á hverri mngu og í
hverjum texta á hverri tungu. Það er meðal þessara hátta sem þýðingin
2I3