Þjóðlíf - 01.12.1985, Blaðsíða 16

Þjóðlíf - 01.12.1985, Blaðsíða 16
niilVllM.Ui í IsLENSKRI OÓKAÉTCÁFII Fjöldi nýrra íslenskra skáld- verka og fjöldi vandaðra þýddra úrvalsverka. Þetta segir Eyjólfur Sigurðsson, formaður Félags bókaútgef- enda, að einkenni bókamarkaðinn í ár. Hann bætir því jafnframt við, að svo virðist sem ævisögur verði minna áber- andi á markaðnum nú en undanfarin ár. Fjöldi útgefinna titla á , jólavertíðinni" í ár er að sögn Eyjólfs á milli 300 og 350, en það er svipað og í fyrra. Raunar varð veruleg fækkun á útgefnum bókum í fyrra frá árinu áður, en árið 1983 voru útgefnar bækur um 500. Það reyndist meira en markaðurinn tók við og hafði í för með sér mikið auglýsingastríð og fjárhagsvanda bókaútgáfunnar. Útgef- endur hafa lært af þessu, enda grand- skoða íslenskir bókaneytendur mark- aðinn fyrir jólin og fjölmiðlar eru óspar- ir á að segja fréttir af bókaútgáfu þegar líða fer að jólum. Stórfelldur auglýsinga- kostnaður ætti því að vera óþarfur. Ævisögur og spennusögur í efstu scetuni Félag íslenskra bókaútgefenda hefur í fórum sínum lista yfir 20 söluhæstu bækur síðasta árs. Þar eru ævisögur, samtalsbækur og spennusögur nær allsráðandi. Það er athyglisvert að á þann lista komst aðeins eitt frumsamið íslenskt skáldverk, en það var bók Áma Bergmann, Með kveðju frá Dublin. Það sem e.t.v. er óvenjulegt við árið í fyrra, er að þýdd öndvegisverk fengu mjög góðar viðtökur lesenda. Nafn rós- arinnar eftir Eco, Jólaóratorían eftir Gör- an Tunström og Glæpur og refsing eftir Dostojevsky háðu harða keppni um hylli lesenda við gamla kunningja eins og Alistair McLean, Innes, Bagley og Theresu Charles. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvaða viðtökur íslenskir höfundar fá nú hjá lesendum með reynsluna frá í fyrra í huga. En eins og Eyjólfur Sigurðsson bendir á, eru fjölmorg ný skáldverk á boðstólum fyrir þessi jól, bæði eftir yngri og eldri höfunda. Mál og menning gefur út Gulleyjuna eftir Einar Kárason, sem heldur þar með áfram þeirri sögu reykvísks braggahverfis, sem hófst fyrir tveim árum með bókinni Þar sem Djöflaeyjan rís. Sigurður A. Magnússon heldur áfram með uppvaxtarsögu sína, fjórða bindi hennar er komið út og nefnist Skilningstréð. Sóla, Sóla nefnist ný skáldsaga eftir Guðlaug Arason, sem gerist bæði í fjarlægri fortíð og í nútím- anum, og eftir Véstein Lúðvíksson kem- ur nýstárlegt verk, Oktavía, sem er ekki eiginleg skáldsaga heldur fjöldi stuttra dæmisagna, þar sem merkiskonan Okt- avía er sífellt í sviðsljósinu og miðlar lífsfílósófíu sinni. Þessar bækur koma allar út hjá Máli og menningu. Guðbergur Bergsson er fyrirferð- armikill í ár. Frá honum kemur sagan Leitin að landinu fagra, sem Mál og menning gefur út, þar sem fjallað er um leit mannsins að sæluríkinu, útópíunni. Þá hefur ein af gömlum persónum Guð- bergs, Hermann Másson, tekið sig til og skrifað bók um froskmann nokkum og afdrifaríkar ástir hans og hafmeyjar, sem hann hittir í undirdjúpunum. Það er Forlagið sem gefur þessa bók út og þaðan kemur sömuleiðis bók eftir Stef- aníu Þorgrímsdóttur, Nótt í lífi Klöru Sig., sem er önnur skáldsaga höfund- arins. Guðmundur Daníelsson, sem nú má heita Nestor þeirra rithöfunda sem fást við skáldsagnagerð, sendir frá sér skáldsöguna Tólftónafuglinn, sem ísa- fold gefur út. Frá hendi Péturs Gunnarssonar kem- ur út fjórða og síðasta bókin um piltinn Andra, sem lesendur skildu síðast við í stúdentaóeirðum í París. Pétur gefur bók sína út sjálfur. Sama gera Hafliði Vilhelmsson, sem nú gefur út skáld- söguna Beygur, og Þórarinn Eldjám með smásagnasafn sitt, Margsaga. Smásagnahöfundar hafa raunar ekki látið sitt eftir liggja fremur en skáld- sagnahöfundamir. Almenna bókafé- lagið gefur út safn smásagna eftir Krist- ján Karlsson, Komið til meginlandsins frá nokkrum úteyjum. Þetta er fyrsta smásagnasafn höfundarins, sem er í hópi kunnustu bókmenntafræðinga þjóðarinnar, auk þess að vera í fremstu röð ljóðskálda. Vigdís Grímsdóttir sendir frá sér smásagnabók öðm sinni, en hún vakti mikla athygli fyrir fyrstu bók sína, Tiu myndir úr lífi þinu, sem út kom fyrir tveim árum. Frjálst framtak gefur bókina út. Fjörkippur í útgáfu þýddra skáldverka Eftir margra ára ládeyðu virðist vera að færast fjörkippur í útgáfu þýddra 16 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.