Þjóðlíf - 01.12.1985, Blaðsíða 66
vika tO eða frá hefði ekki skipt máli.
Kauptrygging var það sem fólk vildi.
Kristján Thorlacius, formaður BSRB,
var spurður álits á þessu. Hann sagði:
„Almennir félagar greiddu atkvæði um
samningana. Þeir sem voru á móti þeim
ráku harðan áróður fyrir því að fólk
sýndi andstöðu sína með því að skOa
auðu eða greiða atkvæði gegn samning-
unum. Þátttakan í atkvæðagreiðslunni
var í líku hlutfalh og gerist í alþingis-
kosningum og 64% greiddu samningun-
um jáyrði. Þrátt fyrir harðan áróður fyrir
því að skOa auðu greiddu aðeins um
35% mótatkvæði eða skOuðu auðum
seðlum. Þetta segir ailt sem segja þarf
um afstöðu félagsmanna. Samningamir
voru samþykktir með miklum meiri-
hluta atkvæða.
Það sem þama ræður er almenn þjóð-
félagsþróun. Þeirri skoðun hefur vaxið
fylgi að betra sé fyrir einstaka hópa að
ná fram kjarabótum utan heOdarsam-
taka en innan,“ segir Kristján. Einstakl-
ingshyggjan hefur meiri byr í þjóðfé-
laginu nú en áður, að mati Kristjáns, og
tOhneigingar tO frjálshyggju gætir í vax-
andi mæli innan launþegahreyfingar-
innar.
Ögmundur Jónasson fréttamaður er
talsmaður þeirrar skoðunar að samning-
amir í lok verkfallsins hafi verið mistök
sem valdi þeirri kreppu sem samtökin
eiga í um þessar mundir. „Það sem
einkenndi verkfallið var þessi gífurlega
samstaða. Fólkið uppgötvaði eigin-
styrk. Verkfallið varð að svo einstæðum
atburði vegna þess hve margir kraftar
virkjuðust. Og þessi sameinaði hópur
ætlaðist tO verulegs árangurs; 30%
launahækkunar og verðtryggingar.
Þess vegna varð niðurstaða samning-
anna kjaftshögg. Og fólkið sem hafði
staðið í slagnum fór að efast um að
bandalagið, sjálft baráttutækið, væri
rétt hannað.“
Lágtaxtastefna og
launaskrid. Ógnun við
samheldni
launþegasamtakanna
Þeir Kristján og Ögmundur em þarrn-
ig á öndverðum meiði um það hvað
setja skuli efst á blað þegar skýra á
þrengingar BSRB. En þeir em sammála
um að sú stefna að halda taxtalaunum í
lágmarki en hygla ákveðnum hópum
með fastri yfirvinnu eða öðrum auka-
greiðslum sé hættuleg fyrir samheldni
launþegasamtakanna og skapi erfiðar
aðstæður á vinnustöðum. Kristján segir
að launþegahreyfingin þurfi að knýja á
um að taxtar séu í samræmi við útborg-
uð laun. Lágir taxtar og launauppbætur
undir borðið brjóti niður samstöðu fé-
lagsmanna hennar. „Þetta hefur skapað
þá trú meðal fjölda manns að stéttasam-
tökin séu ónýt. í þessum efnum hefur
launþegahreyfingin verið allt of and-
varalaus."
„Það er alkunna," sagði Kristján, „að
ýmsum háskólamönnum er greidd föst
yfirvinna og lestímar, sem eru réttlættir
með því að þeir þurfi að halda sér við í
starfi. Auðvitað væri eðlOegt að þetta
væri innifalið í grunnlaununum. Sér-
fræðingar fengju þannig kaup að ekki
þyrfti að greiða þeim sérstaklega fyrir
að halda sér hæfum í starfi. Þetta stefnir
í að það ástand skapist á ríkisstofnun-
um, sem víða þekkist hjá einkafyrir-
tækjum, að samið sé á einstakl-
ingsgrundvelli og menn haldi launum
sínum leyndum hver fyrir öðrum.“
„Föstu launin þurfa að hækka af
augljósum ástæðum," segir Ögmundur.
„í fyrsta lagi á fólk að geta lifað af
dagvinnutekjum. í öðru lagi er það mik-
ið hagsmunamál þeirra, sem sækja við-
miðanir sínar tO kauptaxta, ellOífeyris-
þega og aðra, að taxtalaunin séu sem
hæst. Það eykur vald atvinnurekandans
yfir starfsmönnum þegar kauptaxtar
eru aðeins hluti útborgaðra launa. Þar
fyrir utan hefur reynslan sýnt að
launaskriðið er mest hjá þeim sem hafa
hæst launin fyrir.“
Ögmundur segist fylgjandi launa-
jöfnuði. Hann telur kosti þess að allir á
stofnunum eins og útvarpi og sjónvarpi
séu í starfsmannafélögum meðal annars
þá að allir ræði saman, bæði vel og Ola
launaðir. Þeir sem séu í háu launaflokk-
unum taki þátt í kjarabaráttu með ófag-
lærða fólkinu með lágu launin. „Mesta
niðurlæging sem hægt er að hugsa sér
á vinnustað er þegar þér er bannað að
segja hvað þú ert með í laun.“
„Kjaradómur fór inn á þá braut i fyrra
að reikna föstu yfirvinnuna inn í grunn-
launin hjá yfirmönnum," segir Kristján.
„Sé meiri yfirvinna unnin en henni nem-
ur er hún a.m.k. í sumum tOfellum
greidd. Þetta eykur enn á launamis-
réttið."
66 ÞJÓÐLÍF