Þjóðlíf - 01.12.1985, Blaðsíða 70
þeir af því að þeir semja sjálfstætt. Auð-
vitað er auðvelt fyrir tiltölulega fámenna
hópa í mikilvægum stöðum að ná fram
kjarabótum með hótunum um yfirvinnu-
bann og uppsögnum og öðru slíku. En
menn verða að gera sér grein fyrir því,
að það eru heildarsamtökin sem leggja
grunninn fyrir hina með sinni baráttu
sem oft kostar miklar fómir.
Það er sterkt í hugum manna að allt
sem vinnst fyrir heildina verði tekið
aftur með stjómvaldsaðgerðum. Samtök
launafólks em ekki nógu sterk til að
hindra slíkt. Því trúa margir að einstakir
hópar verði að fá meira en heildarsam-
tökin semja um tO að halda því sem
umfram er sem beinum kjarabótum."
Er starfsgreinasam-
band lausn fyrir BSRB?
Á landsþingi BSRB í lok október lagði
Þorsteinn Óskarsson, rafeindavirki hjá
Landsímanum, fram tillögu um róttæka
breytingu á skipulagi BSRB. Tillagan
gerir ráð fyrir að BSRB verði starfs-
greinasamband. Nú em innan BSRB
bæði starfsgreinafélög eins og Hjúkrun-
arfélag íslands og Kennarasambandið,
og starfsmannafélög eins og Starfs-
mannafélag ríkisstofnana og Starfs-
mannafélag Pósts og síma.
Þorsteinn hefur verið virkur innan
BSRB í 25 ár. Hann er einn þeirra sem
vilja halda samtökunum saman og vill
ekki horfa aðgerðalaus upp á að þau
leysist upp. Kveikjan að tillögu hans er
sú, að harrn sér fram á að um áramót
hverfi vinnufélagar hans hjá Pósti og
síma að öllu óbreyttu úr BSRB og gangi í
Sveinafélag rafeindavirkja. Ástæðan er
meðal annars sú að þeir sætta sig ekki
við að hafa ekki íhlutun um hvemig
menntun í greininni er hagað, en þeir
telja að allir rafeindavirkjar sameinaðir
í einum samtökum geti haft meiri íhlut-
un um fagleg mál.
„Það er ekki hægt að hlekkja menn
saman í samtökum," segir Þorsteinn.
„Það verður að gera það eftirsóknarvert
fyrir menn að vera í BSRB. Mín skoðun
er þessi: Því sterkari sem einingamar
innan sambandsins verða, því sterkari
verða heildarsamtökin. Nú em sterk-
ustu hópamir að fara. Kennarar em að
líkindum að fara, tæknihópamir em að
fara og hjúkrunarstéttimar munu fylgja í
kjölfarið. Ef það á að snúa þessari þró-
un við, þá verður bandalagið að vera
sveigjanlegra en það er í dag. Það er
ekki hægt að skjóta þessa hópa niður,
þeir verða að hafa sitt sjálfstæði innan
bandalagsins. Stéttarfélag er verkfæri
hins vinnandi manns; ef það hentar ekki
reynir maður að brýna það, dugi það
ekki fær maður sér nýtt.“
Þorsteinn telur að tillaga sín njóti
mikils fylgis meðal almennra félaga
innan BSRB. Landsþingið samþykkti að
boða til sérstaks aukaþings á úthallandi
vetri þar sem skipulagsmálin verða ein-
göngu til umræðu.
Kristján Thorlacius er jákvæður
gagnvart þessum nýju hugmyndum.
„Ég hef trú á að þetta sé tilraun," segúr
hann. „Ég á ekki von á kraftaverki, en
við verðum að freista þess að sameina
liðið og stilla saman kraftana. Hvort það
tekst eða ekki verður reynslan að leiða
í ljós.“ Ögmundur er líkrar skoðunar.
„Það er ekkert eitt form í uppbyggingu
verkalýðshreyfingarinnar rétt," segir
hann. En hann bætir því við að veikleiki
hennar stafi af fleiri ástæðum, hann eigi
sér miklu dýpri rætur.
Sakbitið fólk?
„Vandinn á rætur að rekja aftur til
þess tíma þegar byrjað var að skerða
samningsbundin laun hvað eftir annað,"
segir Ögmundur. „Þegar svo samnings-
rétturinn var afnuminn vorið 1983 og
verðtrygging launa bönnuð, lét
launþegahreyfingin sér nægja formleg
mótmæli. Þegar lengi er búið að gefa
eftir, verður erfitt að rísa upp eirrn góð-
an veðurdag og ætla að standa fast á
sínu.
Við megum heldur ekki gleyma þess-
um flokkspólitíska þrýstingi sem liggur
eins og farg á launþegahreyfingunni,"
bætir hann við. „Ég geri þá kröfu að
flokkspólitísku mennimir innan
launþegahreyfingarinnar haldi með
henni. Þeir eiga ekki að vera erindrek-
ar flokkshagsmuna innan hennar. Þeim
er hins vegar fijálst að reka erindi henn-
ar á hinum pólitíska vettvangi. Hugsaðu
þér annars; eftir því sem ég best veit
lögðu Sjálfstæðismenn í BSRB á ráðin
um skipan mála í hádegisverði hjá Þor-
steini Pálssyni fjármálaráðherra þegar
landsþingið stóð yfir á dögunum. Þor-
steinn er ekki okkar maður. Hann er
hinum megin við borðið."
Ögmundur segir lærdómsríkt að hafa
orðið vitni að síðustu hrinunni í samn-
ingunum í fyrra. „Forustan - og þá er
ég ekki að tala um fámennan hóp ein-
staklinga — fór að óttast styrk siruia
eigin samtaka, fór að óttast sinn eigin
sigur. Menn fóru að spyrja sem svo:
Hvað eium við að kalla yfir okkur?
Verður ríkisstjóminni sturtað niður?
Hvað tekur þá við? Getur það verið að
við höfum gert óábyrgar kröfur? Þetta
segi ég þótt ég telji að forustumenn
BSRB hafi staðið sig mjög vel í verkfall-
inu þegar á heildina er litið.
Þessi pólitíski þrýstingur skipti líka
máli. Atvinnurekendavaldið og ríkis-
valdið em með puttana í verkalýðs-
hreyfingunni. Og það em bæði hægri
og vinstri menn sem þar eiga sök, þótt
ég leggi ekki alla menn að jöfnu. Það er
hættulegur áróður að segja að allir séu
eins. Fólk á að gaumgæfa vel hvað
stjómmálamenn segja og styðja þá sem
halda með launamönnum. En ég tel að
ein ástæðan fyrir því að ekki var risið
upp 1983 hafi verið sú, að það var of
mikið af sakbitnu fólki í verkalýðshreyf-
ingunni, sem þurfti að afsanna að það
væri pólitískt."
Launabarátta —
lýðræðisbarátta
Ögmundur sagði að lokum að tillagan
um að breyta BSRB í starfsgreinasam-
band hefði þann annmarka að hún gæti
klofið starfsmannafélögin á hinum
smærri stöðum úti á landi. Það myndi
aftur á móti færa meira vald til höfuð-
borgarsvæðisins. Hann kvað hins vegar
vera til svar við því. Verkalýðsbaráttan
snerist um kjör, en hún snerist líka um
lýðræði, um mannréttindi. Það mætti vel
hugsa sér að launabaráttan byggðist á
faghópum en starfsmannafélög stæðu
hins vegar sameinuð áfram í lýðræðis-
legri baráttu fyrir félagslegum réttind-
um. Það mætti til dæmis hugsa sér að
tæknimenn á útvarpi, sjónvarpi, síman-
um og svo framvegis störfuðu í einu
fagfélagi, sem semdi um laun, en væru
jafnframt í starfsmannafélögum á þess-
um stofnunum. Þau tækju á málum sem
vörðuðu réttindi á vinnustað, sæju um
að reglum væri framfylgt og að ekki
væri troðið á einum eða neinum. Slík
félög gætu verið virk út á við, sameinast
í lýðræðislegri baráttu gegn pukri, of-
ríki og klíkuskap, baráttu fyrir opnara
þjóðfélagi.
„Verkalýðshreyfingin hefur tapað
áróðursstríðinu um hríð,“ segir Ög-
mundur, „og því miður hefur hún allt of
oft reiknað á forsendum andstæðings-
ins, umræður um efnahagsmál og þjóð-
mál eru mótaðar í sölum atvinnurek-
enda og ríkisvaldsins. Þaðan er þjóð-
félagið skoðað. Það er kominn tími tO
að líta á það frá öðru sjónarhomi, út um
gluggann hjá venjulegu fólki. Þaðan séð
lítur heimurinn nefiúlega allt öðru vísi
út.“
70 ÞJÓÐLÍF