Þjóðlíf - 01.12.1985, Blaðsíða 68

Þjóðlíf - 01.12.1985, Blaðsíða 68
Launaskrið hjá ríkinu. 50% ofan á grunnlaun í umræðuhóp á þingi Hins íslenska kennarafélags fyrir skömmu greindi einn fundarmanna frá því að á ríkis- stofnun þar sem hann væri kunnugur, hefði nýlega verið samið um að sér- fræðingar skyldu fá greidda yfirvinnu og lestíma. Samtals sem svaraði 50 yfir- vinnustundum á mánuði. Það fylgdi með, að leynd ætti að hvíla yfir þessum samningum. Það sem kennurum gremst er auðvit- að ekki að fólk fái launahækkanir, held- ur hitt, að ríkið skuli sjá í gegnum fingur sér við starfsmenn sem hafa beina við- miðun við almennan markað, en halda launagreiðslum tO annarra í lágmarki. í þeim hóp eru auðvitað kennarar og ýmsir hópar aðrir, safnafólk, leikarar og prestar, svo einhverjir séu nefndir. Viðmælendum okkar ber saman um að mikið launaskrið hafi orðið meðal ríkisstarfsmanna að undanfömu; kunn- ugur maður talaði um yfirvinnusukk. Þetta gerist hjá sterkum ríkisstofnunum með tiltölulega sjálfstæðan fjárhag. Þær hafa bolmagn til að bregðast við breyt- ingum á hinum almenna vinnumarkaði. Hér er til dæmis um að ræða stofnanir eins og Póst og síma, Vegagerðina og Orkustofnun. Þessar stofnanir hafa nokkuð í hendi sér hversu mikla yfir- vinnu þær skrifa á starfsmenn sína og þegar launaskrið verður á markaðnum reyna þær að halda í þá starfsmenn sína sem þær ættu annars á hættu að missa vegna launaástæðna. Þetta gildir aðallega um tæknimenntaða menn, svo sem verkfræðinga, arkitekta og fleiri, og eftir því sem vmdirritaður kemst næst, er miðað við það að þessir starfs- menn fái hjá ríkinu ekki minna en 90% af þeim launum sem greidd eru á al- mennum markaði. „Þá er skammt í að einstökum starfsmönnum verði hyglað og menn fari með laun sín eins og mannsmorð," sagði einn viðmælandi okkar. Hærra yfirvinnuhlutfall Nú er ástandið þannig hjá BSRB-fé- lögum að margir eru með 40% af dag- vinnutekjum í yfirvinnu. Hjá mörgum kennurum er þetta hlutfall komið yfir 50%. Sú stefna sem Bandalag háskóla- manna rak fyrir kjaradómi í vor - að hækka dagvinnutekjumar verulega - virðist hafa beðið skipbrot að sinni. Stefna BHM átti sér tvær augljósar for- sendur; að koma í veg fyrir óhóflegt vinnuálag og - eins og bent er á hér að framan - að ýmis réttindi, svo sem lífeyrisréttindi, eru bundin við kaup- taxta en ekki greidd laun. Erfiðara er að finna réttlætingu fyrir lágtaxtastefnu ríkisins, jafnvel þótt reynt sé að skoða málin í gegnum gler- augu hins aðsjála atvinnurekanda. Ef til vill er hinn aðsjáh atvinnurekandi nógu klókur til að vilja splundra launþega- hreyfingunni og drottna með því að deila. Sé það markmið ríkisins, má vera að því hafi orðið nokkuð ágengt. En lágtaxtastefna, sem hefur í för með sér miklar yfirvinnugreiðslur, hlýtur að telj- ast nokkuð hæpin frá fjárhagslegu sjón- armiði þegar til lengdar lætur. Hvað með vinnugleði þegar starfsmenn verða að hafa hugann við að fylla yfir- vinnukvótann sinn ef þeir ætla að kom- ast sæmilega af? Hver er þá hinn fjár- hagslegi ávinningur þegar upp er stað- ið? Er það ekki hagur ríkisins eins og annarra atvmnurekenda að halda sem hæfustu starfsfólki? Og um leið hagur almennings sem greiðir fyrir þjónustu ríkisins og á um leið kröfu á að sú þjónusta sé svikalaust af hendi leyst? Heildarsamtök eða „bjargi sér hver sem betur getur“ Sú þróun sem hér er lýst að framan setur launþegasamtökin í mikinn vanda, hvort sem þau mega sjálfum sér um kenna eða ekki. Aðþrengdir launa- menn taka það sem að þeim er rétt, en erfiðara verður en áður að fylkja liði til að ná fram félagslegum markmiðum eins og launajöfnuði og dagvinnutekjum sem nægja fyrir framfæri. Jafnframt veikjast heildarsamtökin. Kristján Thorlacius segir: „Þeirri skoðun hefur vaxið fylgi að auðveldara sé að ná fram kjarabótum utan heildarsamtakanna en innan. Menn benda á launaskriðið og menn benda á einstaka hópa eins og banka- menn og flugumferðarstjóra og segja: Sjáið þið hverju þeir ná fram, þetta geta 68 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.