Þjóðlíf - 01.12.1985, Blaðsíða 56
eftir Vigfus Geirdal
Hér er líflína til staöar, svo og lífbelti, en ekki eins og reglur mæla fyrir um. Ef rétt
væri frá öllu gengið, lægi vír meö loftinu, sem líflína tengd í öryggisbeltið leikur létt
á. Hér er kaðallinn festur í eyra á lunningu. „Ef maður festur í svona útbúnað yrði
fyrir brotsjó og félli niður í skutrennuna, gæti hann stórslasast við hnykkinn," sagði
Pétur. Réttur útbúnaður virkar hins vegar líkt og bílbelti.
egar ég hitti Pétur fyrst
heilsaði hann mér kumpán-
lega, sposktir á svip, rétt eins
og hann hefði þekkt mig alla
ævi og nánast án nokkurs
inngangs vorum við komnir í hrókasam-
ræður um lífsreynslu hans, slysið og
öryggis- og aðbúnaðarmál sjómanna al-
mennt.
„Við vorum að fara út í veiðiferð. Ég
var annar stýrimaður í þessum túr og
var því jafnframt verkstjóri á dekki.
Þegar slysið átti sér stað vorum við að
gera veiðarfærin klár en í þetta skipti
voru toghleramir báðir irrni á dekki því
að þeir höfðu verið í landi til viðgerðar
og við urðum því að hífa þá þangað sem
þeir áttu að vera, hangandi aftur af
skipinu. Þegar við erum búnir að hífa
bakborðshíerann og gera hann kláran
þá ætlum við að taka til við stjómborðs-
hlerann en spilið þeim megin, það sem
við áttum að nota, er bilað og því tekur
skipstjórinn þá ákvörðun að nota bak-
borðsspilið. Það var voðalega mikill
slaki á vír bakborðsgilsins sem lá á
dekkinu eftir síðustu hífingu. Ég benti
skipstjóranum á að hífa slakann inn.
Hann skilur ábendingu mína og byrjar
að hífa slakann inn en hættir því svo
snögglega og setur togspilið í gang og
byrjar að hífa togvírinn inn allt hvað af
tekur. Eitthvað hefur honum legið á
blessuðum manninum, nema hvað að
þegar slakinn fer af bakborðsgilsinum
sem var kræktur í hlerann og hlerinn
tekur í, þá slengist bakborðs-
stroffuskottið í mig, tveggja metra löng,
þykk stálkeðja, alveg eins og teygju-
byssuskot.
Keðjan lenti á mér hægra megin,
braut handlegginn, síðan í kviðinn með
þeim afleiðingum að lifrin sprakk. Ég
held ég hafi misst eina fjóra lítra af
blóði. Það þurfti að taka bein úr mjöðm
til að lappa upp á handlegginn á mér.
Ég er ennþá með stálpinna frá öxl og
niður í olnboga. Þetta er allt í rusli enn,
vöðvar, sinar, taugar, liðbönd og allt
heila klabbið.
Orsökin? Helsta orsökin var auðvitað
spilið sem var búið að vera bilað í
nokkra túra og ég hafði ítrekað beðið
um að yrði lagfært. En mér finnst líka að
þar sem skipstjórinn hafði ráðið mig
sem verkstjóra á dekki, þá hefði hann
átt að fara eftir ábendingum mínum rétt
eins og aðrir. Ég hafði meiri yfirsýn yfir
það sem lá fyrir framan mig heldur en
hann, en hann virti ekki rétt minn sem
stjómanda. Reyndar hefði það átt að
vera ég sem hífði þessa hlera en vegna
þess að áhöfnin á þessu skipi, eins og
svo mörgum öðrum, var að mestu leyti
óvön, þá varð ég að vera úti á dekki til
að þama væri einhver sem kynni til
verka."
Pú ert sem sagt aimai stýrimaðui,
réttindalaus sem slíkur, og það er óvön
áhöfn?
,Já, en ég var lögskráður sem háseti."
Hef togað í meira
en 11 vindstigum
Hvers konar slys eru algengust á
togurum?
„Slys á tám og fótum em algengust.
Það er líka mjög algengt að menn
klemmi sig og það er yfirleitt vegna
þess að ekki er gengið nógu vel frá
veiðarfærabúnaði, t.d. má nefna að frá-
gangi á bobbingum, sem eru ansi þung-
ar stálkúlur, er mjög ábótavant á flest-
um skipum. Það er alveg helbert kæm-
leysi af allra hálfu; maður sér yfirleitt
ekki gengið vel frá bobbingum fyrr en
einhver hefur fengið einn á tána og
maður er búinn að heyra brothljóð. Þá
er fyrst farið að binda þá upp. Annars
em það starfsmenn útgerðarinnar í
landi sem eiga að ganga tryggilega frá
öllum aukaveiðifærum en sú regla er
venjulega þverbrotin. Ef maður mót-
mælir þá er manni sagt að maður nenni
ekki að vinna.
Flest dauðaslysin verða hins vegar
þannig að menn fara niður skutrennuna,
oft vegna þess að verið er að toga í
kolvitlausu veðri og skipin fá á sig brot
þannig að menn sogast út með öldunni,
t.d. að skip fær á sig hliðarbrot af því að
karlinn í brúnni er meira með hugann
við fisksjána en veðurhæðina. Ég hef
sjálfur togað í meira en 11 vindstigum.
56 ÞJÓÐLÍF