Þjóðlíf - 01.12.1985, Blaðsíða 34
Hellishvelfingar í Áshelli. Kjarval gerði fjórar myndir af þessum hvelfingum frá
mismunandi sjónarhornum. Talið er að lofthæðin undir hvelfinguna fremst á
myndinni hafi verið rúmir 2,5 metrar.
„Papinn" sem Kjarval sá út úr skuggabrigðum bergveggjanna í Fjóshellinum á
Ægissíðu. Myndin er nokkuð óræð, en gæti sýnt veru sem mannsmót er á, t.d.
hettumunk eða jafnvel jötun með staf í hendi.
Sólareyjan sem um getur í írskri
sögn gg gamlir annálar vitna um. Á
teikningum, sem síðar fundust eftir
Kjarval, er þessi tákn að finna, en
þau hafa ekki fundist í þeim hellum
sem enn eru uppistandandi.
Gamalt krot!
Það sem stendur hugmyndum
Einars Benediktssonar fyrir þrifum
er að ekkert hefur enn fundist,
hvorki helgar bækur, „bjöllur né
baglar" sem bent gæti til búsetu
papa eða keltneskrar byggðar. í
hellunum hafa hinsvegar fundist
merki um trúariðkanir; víða
fyrirfinnast þar krossmörk. Þar á
meðal hafa fundist sérstök
krossmörk sem hvergi er að finna
annarsstaðar en í hellum hér á landi.
Tákn þetta samanstendur af stórum
krossi með minni kross undir
hvorum armi.
Líkur hafa verið leiddar að því að
krossar þessir séu einkennandi fyrir
keltneska svæðið en ekki mun þó
útilokað að hellamir hafi verið
launhelgir staðir eftir siðaskipti.
Matthías Þórðarson skoðaði
hellana á Suðurlandi og ritaði um þá
fyrmefnda grein í Árbók
fomleifafélagsins. Þar andmælir
hann hugmyndum Einars
Benediktssonar um búsetu papa í
hellunum. Hann drepur lítillega á
veggjaristumar í Áshelli, en telur
þær ekki merkilegar:...gamalt
krot,“ segir hann, „upphafsstafir,
búmerki, bogamyndir tvær ... rúnir
sjást ekki eða þekkt fomleg rnerki,"
segir hann ennfremur.
Þeir Matthías og Einar lesa sinn
hlutinn hvor úr sömu rúnunum,
þannig að Einar virðist ofmeta en
Matthías vanmeta, eftir því sem
Hallgerður og Ámi komast næst.
Núlifendum er það vafalaust
ofraun að leggja mat á ágreining
Einars Benediktssonar og
Matthíasar Þórðarsonar, - ekki síst
þar sem Áshellir fyrirfinnst ekki
lengur. Eftir að teikningar Kjarvals
komu fram í dagsljósið, er þó alltaf
von til þess að takast megi að ráða í
þær rúnir sem hellirinn hafði að
geyma. Enn hefur hinsvegar ekki
tekist að ráða í myndverkin af neinu
viti og því ekki unnt að svo stöddu
að dæma um ágreining þeirra
Einars og Matthíasar með hliðsjón af
þeim.
34 ÞJÓÐLiF