Þjóðlíf - 01.12.1985, Blaðsíða 41

Þjóðlíf - 01.12.1985, Blaðsíða 41
kaupsamninginn á borðið og verðbót- aútreikningana með og hann fer yfir þetta og segir: Þetta getur ekki staðist, þetta er allt snarvitlaust. Hann hringir síðan í hagdeildina, tal- ar þar við einhvem mann, sem ég vissi ekkert hver var, og útskýrir reikning- ana í símann og þar eru viðbrögðin þau sömu. Þeir gáfu meira að segja þessu reikningsformi heiti og kölluðu „blöðm- lán“. Og viðmælandi minn fullyrti að Seðlabankinn hefði vald til þess að grípa inn í svona lagað og ég þóttist hafa himin höndum tekið í þessari fyrstu ferð minni þangað. Hann sagði að það kæmi ekki til mála að þessi samn- ingur færi út úr bankanum, þetta væri svínarí. Niðurstaðan varð sú að við sömdum um að ég skrifaði bankanum formlegt bréf þar sem ég spurðist fyrir um það hvort samningur á þessu formi væri samkvæmt þeim reglum sem bankinn hefði sett. En svo leið og beið og ég fékk ekkert svar við bréfinu. Ég beið í mánuði og fór þá aftur af stað, ræddi við aðstoðarbankastjóra og lögfræðing bankans og þeir sögðu mér hreint út að þeir myndu ekkert svara þessu bréfi. Eg get sagt þér það að ég varð alveg brjálaður þama í bankanum. Ég sagði þeim að ég hefði kennt austur á Litla-Hrauni og þar sætu inni peyjar sem þeir hefðu kært fyrir ávísanafals og svo sæti ég á móti þeim með gögn í höndunum sem sýndu að það væri ver- ið að stela af mér hundruðum þúsunda króna. Þá héldu þeir bara vemdarhendi yfir þessum mönnum. Ég fór rakleiðis upp í stjómarráð, ræddi þar við Bjöm Líndal, deildar- stjóra í viðskiptaráðuneytinu, og út- skýrði fyrir honum málið. Við sættumst Stefán Benediktsson: Leggur fram lagafrumvarp um verðtryggingu verksamninga ’i^tefán Benediktsson alþingis- maður hefur lagt fram lagafrumvarp á alþingi, sem gengur út á að heim- ilaðar verði verðtryggðir verk- og kaupsamningar og um framkvæmd verðtryggingar verði alþjóðlegar samþykktir hafðar til hliðsjónar. Hann leggur Bókun A-188 fram sem fylgiskjal með frumvarpinu. Stefán segir að engar reglur séu til um þessi efni og þrátt fyrir orðalag 41. greinar Ólafslaga um að farið skuli eftir þeim reglum sem Seðlabankinn setji, hafi bankinn ekki litið á það sem sitt hlutverk að setja slíkar regl- ur. „Ég geri það að tillögu minni að Seðlabankinn eða viðskiptaráðu- neytið setji þessar reglur og taki mið af Bókun A-188,“ segir Stefán. „Ég legg jafnframt fram sem fylgi- skjal sænska samninga um þessi efni, en í Svíþjóð er í gildi samningur milli verktaka og byggingayfirvalda þar sem nákvæmlega er kveðið á um vísitölur sem skuli gilda í hinum einstöku verkþáttum í bygginga- framkvæmdum. Dagblöðin eru um þessar mundir full af fasteignaauglýsingum og það er athyghsvert að kynna sér verð á fasteignum. Það kemur í ljós að fast- eignir hafa sáralítið hækkað í verði í krónum talið í tvö ár; það þýðir að þær hafa lækkað í verði. Fast- eignimar standa ekki lengur undir þeim verðmætum sem lögð voru í þær. Þetta sama gildir reyndar um fleira, þótt erfitt sé að mæla það, t.d. virkjanimar uppi á hálendinu. í sjálfu sér er óréttmætt að kenna þar eingöngu um að Bókun A-188 var ekki notuð til viðmiðunar. Menn hafa bara ekki gert sér nægilega skýra grein fyrir heildardæminu. Menn segja þá að ekki sé hægt að spá nákvæmlega fyrir um verðlagsþró- unina, en svarið við því er auðvitað að þess meiri ástæða var til að fara að öllu með gát.“ Stefán sagði að nú væm skuldir íslendinga innanlands tengdar er- lendu skuldunum með lánskjaravísi- tölunni, sem ætti að tryggja að vextir mnanlands verði ekki lægri en þeir vextir sem landsmenn greiða af er- lendum lánum. „Það er ákveðin skynsemi í þessu,“ segir Stefán, „en það er athyglisvert að eitt fyrirtæki á íslandi stendur nú miklu betur en það gerði fyrir tveim ámm. Það er Landsvirkjun. Rekstur hennar er nú kominn í gott horf. Þetta hefur tekist með því að hækka gjaldtökuna og festa gengið. Það em íslenskir skuldarar sem hafa verið að greiða niður skuldir Landsvirkjunar síðustu árin. En 80% af tilkostnaði Lands- virkjunar er fjármagnskostnaður." „Það er alltaf hægt að láta almerrn- ing borga fjárfestingav, hvort sem hann vill eða ekki,“ sagði Stefán. „Aður vom það spaiiijáreigendur sem greiddu þær, nú em það skuld- aramir." Stefán sagðist ekki vita hversu þingmenn þekktu mikið tO Bókunar A-188, en hún væri mikið til umræðu í ráðuneytunum og embættis- mannakerfinu um þessar mundir. En hvaða viðtökur býst hann við að frumvarp sitt um verðtryggingu verksamninga fái í þinginu? „Ætli þingmenn segi ekki humm og ha og vísi því til nefndar. Síðan má búast við að ríkisstjómin leggi fram frum- varp á svipuðum nóttim næsta haust.“ ÞJÓÐLÍF 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.