Þjóðlíf - 01.12.1985, Blaðsíða 49

Þjóðlíf - 01.12.1985, Blaðsíða 49
ÓRI OG ELJA smásaga eftir Sigurð A. Friðþjófsson Ef til vill erum viö stödd í forsögu marmsins skömmu eftir að hann hefur beislað eldinn; ellegar í hulinni framtíð þegar eldurinn hefur ætt úr greipum hans. í gróðursælum hlíðum fjallsins Tákn lifði ættkvíslin Dís. Dísar voru menntaðir í siðum náttúrunnar og forfeðra sinna. Hjá þeim þekktust hvorki lög né regla en viss grundvaUar- atriði giltu þó um hegðan þeirra og voru þau svo gróin inn í merg og bein Dísa að ekki er fjarri lagi að álíta að þau hafi búið í genum þeirra og þarrnig borist í arf frá kynslóð til kynslóðar, án þess að nokkru sinni hafi verið efast um réttmæti þeirra. Þeim voru þessi grundvaliaratriði eðlislæg, svo dagsfarsleg, að þeir gerðu sér enga grein fyrir tilvist þeirra. Ein þessara reglna, sem ekki var regla, heldur sjálfsagð- ur hlutur og varla það, því enginn hafði nokkum tíman hugsað út í að hægt væri að sniðganga hana, var að Dísar umgengust aldrei aðra en Dísa. Því var svo háttað að í nágrenni Dísa, nánar tiltekið í skóginum Raun við rætur fjallsins Tákn, lifði þjóðflokkurinn Vít. Þótt margt væri ólíkt með Vítum og Dísum gilti þó sama grundvallarreglan hjá þeim, að eiga ekkert samneyti við aðra en fólk af eigin ættkvísl. Vildi svo ólíklega til að Dísi mætti Víta, sem þó gerðist einstaka sinnum, forðuðu þeir sér hvor í sína áttina, einsog þeir hefðu séð sjálfan myrkra- höfðingjann, sem hvorugur þó trúði á. Einsog nærri má geta þá hafði þetta fyrirkomulag ýmsa kosti. Var sá þó langtum stærstur að aldrei kom til árekstra með þessum tveim ættbálkum. Þeir döfnuðu báðir í friði og undu sér við sitt án þess að eiga á hættu öfund, úlfúð og íhlutun nágrannans. Enda: Hvemig er hægt að öfunda þann, sem maður veit ekkert um? Niður hlíðar fjallsins Tákn streymdi áin Vera í flúðum og skomingum. Hún æddi ólm um hlíð og hjalla og steyptist niður í tignarlegum fossum. í úðanum glóði regnboginn einsog brú yfir í annan heim; heiminn í líkama Vem, sem ólgaði af lífi og linnti aldrei látimum í æsingnum niður brattann. Svo hvarf hún Dísum fram af hengiflugi niður í djúpt, kolsvart gil og drunumar vom sem fullnægingarstun- ur vatns og jarðar. Flaumurinn var lygn þegar hann liðaðist út úr gilinu inn í skóginn Raun. Nú hét Vera Nár og hvert för hans var heitið vissu hvorki Dísar né Vítar. Stundum fóm Dísar niður á leirumar þar sem áin Nár streymdi út úr gilinu. Þangað fóm þeir að sækja sér leir, en leirmunagerð var í hávegum höfð meðal Dísa og vom leir- munasmiðimir í miklum metum. Virtastur þeirra var kona, sem hét Úð. Hún var þrautþjálf- uð í list sinni, en óhkt mörgum listamanninum, var hún örlát að miðla öðrum af kunnáttu sinni. Úð var kennari Óra, en það var hann sem braut grundvallarregluna, sem ekki var regla, heldur sjálfsagður hlutur og varla það. Óri bar af öðrum nemendum Úðar. Sjálf sagðist hún ekkert hafa getað kennt honum, því hann stóð henni jafnfæt- is í hstinni áður en hann kom í nám til hennar. Strax í upphafi námsins stundaði hann hst sína á afar sjálfstæðan hátt. Svo persónuleg vom þessi verk hans að engum var fært að apa upp stíl þeirra. Þau vom engu lík. Hann var stöðugt örrnum kafinn við að brjóta af sér viðjar og að leita nýrra tjáningarmöguleika í list sinni. í honum bjó fmmkraft- ur sköpunarinnar, sem engu eirði. Strax sem bam fór Óri einförum. Hann var vinasnauður og undi sér best einn í náttúrunni. Seinna kom í ljós að þeim stundum hafði hann ekki kastað á glæ, heldur nýtt til nákvæmra rannsókna á uppbyggingu lífheimsins og að þeim lærdómi bjó hann við listsköpunina seinna. Óri var vandlátur á þann efnivið, sem hann mótaði verk sín í. Harrn fór oft djúpt inn í skóginn Raun í leit að rétta leimum. Ætíð var hartn einn í ferðum og átti það til að vera burtu svo dögum skipti. Samt saknaði hans enginn, nema ef vera skyldi Úð. í einni shkri för hélt hann lengra niður með ánni og dýpra inn í skóginn en dæmi vom til að nokkur Dísi hefði áður farið. Hann hafði uppgötvað nýja brennsluaðferð. Hann brenndi leirinn við tað, en með þeim hætti ummyndaðist leirinn mun hægar en við venjulegar brennsluaðferðir og fékk á sig hamrað yfirborð. Til að ná sem bestum árangri þurfti harrn leir, sem var mun fastari fyrir en sá leir, sem var við rætur fjallsins Tákn. Óri vonaðist til að finna leir með þá eiginleika, ef hann héldi lengra niður með ánni. Þrír sólarhringar vom hðnir frá því hann lagði í hann. Stöðugt fjarlægðist hann heimabyggðina. Skógurinn var orðinn mun þétttari en í nágrenni fjallsins og erfiður yfir- ferðar. Rótarhnyðjur flæktust fyrir fótum hans, þéttriðið net snýkjujurta hleypti engu í gegn og oft þurfti Óri að beita bithvössu eggvopni sínu tO að komast áfram leiðar sinnar. Með reglulegu millibili kannaði hann jarðveginn. Hann var fljótur að átta sig á hvort von var á leirlögum undir skófunum í botni skógarins, undir sverðinum á árbakkanum eða mölinni á eyrunum í ánni. Markviss þjálfun hans frá æsku hafði kennt honum að lesa náttúruna sem opna bók. Hann fann mörg ágætis leirlög en ekkert þeirra fullnægði samt kröfum hans. Degi var tekið að haha þegar hann kom í rjóður við árbakkann. Þar ákvað hann að búa sér ból fyrir nóttina. Hann hagræddi nokkrum steinum og útbjó eld- ÞJÓÐLÍF 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.