Þjóðlíf - 01.12.1985, Blaðsíða 13

Þjóðlíf - 01.12.1985, Blaðsíða 13
um vonbrígðum. „Ég held að það hafi verið mjög slæmt að þessir flokkar gátu ekki unnið betur saman ‘78 og ‘79. Ég ætla ekkert að segja hverjum það var að kenna. En ég tel að það hafi verið meiriháttar slys. Ég hefði viljað að þessir flokkar hefðu myndað saman minnihlutastjóm. Þáver- andi formaður Framsóknarflokksins, Ólafur Jóhannesson, hafði lýst yfir því að Framsóknarflokkurinn myndi veija slíka stjóm falli." Var reynt að mynda slíka stjóm? „Nei. Það var ekki reynt vegna þess að menn hafa aldrei haft neina trú á minnihlutastjómum. Ég held hins vegar að ef þessi ríkisstjóm hefði verið mynd- uð og síðan felld af meirihluta alþingis, þá hefðu þessir flokkar átt að fara út til þjóðarinnar og segja: Við óskum eftir umboði til að mynda meirihlutastjóm. Þetta tækifæri var ekki notað og þar er áreiðanlega mörgu um að kenna, m.a. áratuga gömlum væringum á milli þess- ara flokka. Ég varð hins vegar var við það hjá mörgum forustumönnum í Al- þýðuflokknum, eftir að ég varð formað- ur Alþýðubandalagsins og Kjartan Jó- hannsson formaður Alþýðuflokksins, að þeir höfðu skilning á að þama hefði átt að standa öðru vísi að máliun. Og það eiga allir leiðréttingu athafna sinna, líka stjómmálaflokkar. Hins vegar finnst mér að árásir Jóns Baldvins Hannibalssonar á Alþýðu- bandalagið leyfi manni ekki bjartsýni um nánari samviruiu þessara flokka á næstunni. Þeir voru að vonast til fyrir landsfundinn að Alþýðubandalagið yrði í tætlum eftir fundinn og ætluðu sér bara að hirða góssið. Ég hef orðið var við það mér til ánægju að þeir hafa orðið fyrir vonbrigðum.“ Árásir Jóns Baldvins á ykkur. Hefur það ekki veríð gagnkvæmt? „Af okkar hálfu? Það er erfitt að dæma í sjálfs sín sök. En við reyndum veturinn 1985 að ná samstöðu gegn ríkisstjóminni. Því höfnuðu þeir, og Jón Baldvin var á þessu stjömuflippi sínu í marga mánuði og það komst ekkert að nema hann sjálfur. Ég hef á tilfinning- unni að Alþýðuflokkurinn eigi í veru- legtun innri erfiðleikum um þessar mundir vegna ofstjómar og þessa ein- leiks formannsins, sem margir flokks- menn eru ekkert hrifnir af.“ Þið áttuð möguleika 1978 að mynda fyrstu ríkisstjómina á íslandi án þátt- töku borgaraflokka, ef undan er skilin minnihlutastjóm Emils Jónssonar 1959. Er það draumur þinn að slíkt geti orðið að veruleika? „Ég vona að ég fái að sjá það, að það verði hægt að henda kerfisflokkunum báðum út úr stjómarráðinu. Þeir hafa ráðið þessu þjóðfélagi frá því að saga nútímastjómmála hófst á íslandi. Þeir hafa byggt upp valdakerfið og þeir hafa byggt upp efnahagskerfið. Að vísu var Alþýðuflokkurinn í ríkisstjóm 1956-71 og skildi eftir sig mjög vonda hluti eins og til dæmis Seðlabankann. En velferð- arþjóðfélag á íslandi, velferðarþjóðfé- lag tO lengri tíma en einnar nætur verð- ur aldrei byggt upp á Islandi nema ráðist verði gegn þessu kerfi, sem borg- araflokkamir hafa byggt upp. Nú þarf samstöðu t.d. útgerðarmanna og sjó- manna, fiskverkunarfólks, jafnvel bænda og neytenda um massífa árás á þetta milliliðakerfi verslunarauðvalds- ins. Það gerist hins vegar ekki nema með stórbreyttum áherslum í yfirstjóm efnahagsmálanna. Því segi ég: Ég vildi sjá hér ríkis- stjóm okkar og Alþýðuflokksins. Ef til vill með þátttöku Kvennalistans, við eigum mikið sameiginlegt með þeim. Bandalag jafnaðarmanna, ég veit ekki hvort á að kalla það félagshyggjuflokk og ég veit ekki hvort þau gera sér grein fyrir því sjálf. En það er margt gott fólk þar.“ Sjálfstædisflokkurmn ekki samstarfshœfur Þröstur ÓJafsson, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar og náinn samstarfsmaður þinn, vill samstjóm A-flokkanna og Sjálfstæðisflokksins. Hefur þú afdráttar- lausa yfirlýsingu að gefa um þína af- stöðu til þess? ,Já, það hef ég og hef haft lengi. Það hefur reyndar verið tilhneiging til að snúa út úr fyrir mér stundum. Ég hef sagt það og segi ennþá, að frá því að þessi ríkisstjóm var mynduð, þá hefur öll áherslan verið á verslunina, þjón- ustuna og milliliðina. Það er látið eins og auðsuppsprettan í þjóðfélaginu sé ekki vinnan, heldur auðmagnið. Sjálf- stæðisflokkurinn gengur í fararbroddi fyrir þessari stefnu. Þar er enginn mað- ur sem tekur upp hanskann fyrir fram- leiðsluatvinnuvegina. Það sem skiptir máli núna er það sem ég vil kalla samstaða framleiðslunnar og fólksins. Nýsköpunarviðleitnin í okk- ar atvinnumálum byggist á því að ýta undir menntun og þekkingu, þróunar- starfsemi, markaðsleit og sókn á öllum þessum sviðum. Þessir aðilar, menntakerfið, rannsóknakerfið og framleiðsluatvinnuvegimir þurfa ásamt verkalýðshreyfingunni að geta stjómað landinu. Þá spyrð þú kannske, ja, er ekki Sjálfstæðisflokkurinn þá með í myndinni. Og ég svara: Ég hef enga trú á því eins og er, því að verslunar- auðvaldið ræður Sjálfstæðisflokknum gersamlega. Það kann hins vegar að vera spuming um hluta af Sjálfstæðis- flokknum eins og gerðist 1944 og aftur 1980 þegar við mynduðum stjóm með Gunnari Thoroddsen, stjóm sem var mjög veik, en hélt þó uppi kaupmætti, dró úr landflótta og byggði upp félags- lega þjónustu. En samstarf við markaðsöflin, þessi ómanneskjulegu markaðs- og pen- ingaöfl sem ráða Sjálfstæðisflokknum núna, kemur ekki til greina af hálfu Alþýðubandalagsins. Það er ekki á blaði. Ólafur Ragnar segir að á íslandi ríki meiríhlutaveldi hægri aflanna. Ertu sammála? „Eins og þú hefur kannske heyrt, þá hef ég stundum sagt að það væri eðh- legt að Sjálfstæðisflokkurinn fengi svona 5-7% atkvæða. Hann stendur ekki fyrir víðtækari hagsmuni þegar upp er staðið. Ég tel að hér sé rekin pólitísk aðskilnaðarstefna af hinum ríka . . það kemur ekki til greina af minni hdlfu að taka einhverja dhættu í öryggismdlum Islands. . . .ég tel einnig að við séum með mikið þróaðri hugmyndir um lýð- ræði en Alþýðuflokkurinn. ÞJÓÐLÍF 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.