Þjóðlíf - 01.12.1985, Blaðsíða 25

Þjóðlíf - 01.12.1985, Blaðsíða 25
myndum þeirra stjömustríðsmanna, byggja á meira eða minna þekktri tækni. Ýmsar nýjungar eru þó með og má þar til dæmis nefna röntgenleysinn. Þegar vopnagerðir eru valdar í hlutverk í kerfinu þarf að taka tillit til ýmissar sérstöðu þeirra hverrar um sig. Sum vopn geta unnið í lofthjúpnum, til dæm- is árekstraflaugar, önnur verða að vera utan hans, til dæmis agnageislavopnin. Sum vopnanna — til dæmis rafeinda- leysinn - verður að staðsetja á jörðu niðri þar sem hægt er að tengja þau við orkuver. Auðvitað er verðið mikilvægt. Öll vopn verða að vera nógu ódýr til að það verði ódýrara fyrir vömina að eyði- leggja sóknarvopn en það er fyrir árás- araðila að koma nýjum fyrir. Vopnagerðunum má skipta í þrjá meginflokka: Árekstravopn, orku- geislavopn og agnageislavopn. Árekstravopnin eða hreyfiorkuvopn eins og þau em einnig kölluð eiga að leita uppi árásarflaugina og eyðileggja hana í árekstri, líkt og byssukúla væri stöðvuð með annarri kúlu. Þessi vopn skiptast í tvær höfuðgerðúr: „ratvísar" flaugar og sporbyssur. „Ratvísu" flaugamar fljúga fyrir eigin vélarafli og leita uppi skotmarkið. Þessi tækni var m.a. prófuð með tilraun 10. júní 1984 þegar árekstraflaug var lyft út úr lofthjúpnum með eldflaug yfir Mars- halleyjum í Kyrrahafi og eyðilagði langdræga flaug, sem skotið hafði verið frá Kalifomíu. Innrauðu skynjaramir sem notaðir vom til að leita uppi „árás- arflaugina" em sagðir geta greint sem samsvarar hita mannslíkamans í allt að 2000 km fjarlægð á móti köldum bak- grunni geimsins. Svona flaugar em hægfara miðað við önnur vopn og fljúga með svipuðum hraða og árásarflaugam- ar sjálfar, um 5—7 km á sekúndu. Það er þvi erfitt að nota þær í fyrsta vamar- laginu, sérstaklega gegn hraðfleygum árásarflaugum, nema þeim sé skotið af skotpöllum í geimnum. Aðalnotin verða því á lokaskeiðinu ekki ósvipað og gömlu gagnflaugakerfin vom hugsuð. Sporbyssan er ný tegund vopna í örri þróun. Hún á að senda frá sér „ratvísar" kúlur á ofsahraða. Þær leita uppi skot- markið og eyðileggja það með árekstri. Sporbyssan er eins konar „hátækniriff- ill“ sem kemur kúlunum af stað með rafsegulkröftum í stað þess að sprengja púðurhleðslu. Þeir stjömustríðsmenn vonast til þess að geta skotið 3-5 kg kúlum sem fara um 20-30 km á sek- úndu. Til samanburðar má nefna að venjulegar byssukúlur fara um 1 km á sekúndu. Los Alamos og Livermore rannsóknastofunum hefur tekist með þessari tækni að koma 3ja gramma plastkúlu á 11 km hraða á sekúndu. Við þessa tilraun reyndi svo mjög á byssu- hlaupið að það rifnaði. Til þess að ná þeim forsendum sem þarf til að spor- byssan verði nothæft vopn í geimvöm- inni leita því efnisfræðingar að sterkari efnum meðal hátæknikeramiks og ofur- sterkra stálblandna. Ennfremur er ekki vitað hvemig hanna skal rafeindabún- aðinn sem þarf að vera í kúlunni til þess að hann lifi af skotið og rati í mark, en hann verður fyrir tífaldri hröðun á við rafeindabúnað hinna ratvísu fallbyssu- kúlna sem nú em tfl. Sporbyssum verð- ur komið fyrir úti í geimnum eða á jörðu niðri og nýtast þær á öllum skeiðum vamarinnar. Aflþörf þeirra er gífurleg, talin í gigavöttum meðan skotið er. Árekstravopnin em þau vopn sem hvað lengst em komin í þróunarstigan- um, og þá sérstaklega flaugamar. Þessi vopn yrðu því líklega fyrstu vopnin sem sett yrðu upp í kerfinu. Orkugeislavopnin em ýmiss konar leysigeislabyssur sem beina geisla sín- um að skotmarkinu frá skotstöðvum í geimnum eða á jörðu niðri. Efnið í skot- markinu gleypir hluta af orku geislans og hitnar. Ef þessi orka er nógu mikil og gleypist nógu hratt, eyðileggst skot- markið. Leysigeislinn er einlitt ljós, sem á upptök sín í sameindum leysiefnisins. Þær gleypa orku og losa sig síðan við hana aftur, allar í sama takti (samfasa). Ljósið beinist allt í sömu stefnu í örmjó- um en mjög björtum geisla. Það dreifist lítið út til hliðanna og er því hægt að senda geislann langar leiðir. Leysi- geyslar hafa til dæmis verið notaðir til þess að mæla fjariægðina til tunglsins. Ennfremur má nýta sér háan orkuþétt- leika í mjóum geislanum til þess að brenna lífræna vefi og gera þannig skurðaðgerðir. í leysigeislavopnin þarf mjög afl- mikla leysa. Aflmestu leysar sem nú eru til eru m.a. nýttir til málmsuðu og skurðar. 10 kílóvatta kolsýnfleysir getur til dæmis á fáeinum mínútum skorið nokkurra sentimetra þykkt stál í sund- ur. Til þess að duga sem vamarvopn gegn flaugum sem fljúga í þúsunda kíló- metra fjarlægð mun hins vegar þurfa allt upp í hundrað megavatta leysa - og þá hundruðum saman. Fjórar megingerðir leysa munu koma til greina í geimvamakerfinu. Það era efnaleysar, „excimerleysar“, rafeinda- leysar og röntgenleysar. Efnaleysamir eru tæknilega lengst komnir og hafa verið notaðir um langt skeið í iðnaði, svo sem kolsýruleysirinn. Efnaleys- amir gefa innrautt ljós, utan sýnilega sviðs- ins, en það kemst illa í gegnum lofthjúpinn nema um sérstakar bylgjulengdir sé að ræða. Þeir verða því væntanlega á brautum utan lofthjúpsins ásamt eldsneyti sínu. Nú er í smíðum flúorvetnisleysir sem á að vera hægt að koma út í geiminn. Flúorvetnis- leysar lýsa með 2.7 míkrómetra bylgjulengd, sem er talsvert styttri en 10 míkrómetra ljós- bylgjur kolsýruleysisins. Þessi leysir á að hafa 2 megavatta afl. Hann mun verða tilbú- inn til prófunar 1988. „Excimerleysamir" eru drifnir með raf- orku, og orkunýtnin er lág, ekki nema 6- 10%. Erfitt og dýrt verður því að hafa þá staðsetta annars staðar en á jörðu niðri. í „excimerleysunum" er eðalgasi, svo sem krypton og xenon, blandað við flúr eða klór. Ljós þeirra er á útfjólubláu sviði, 0.15-0.40 míkrómetrar, og á því auðvelt með að kom- ast um lofthjúpinn. Slíkum leysigeisla yrði beint um tvo spegla að árásarflaugunum. Annar spegillinn yrði líklega í um 36 þúsund km hæð á sístöðubraut og því alltaf í sjón- máli við leysinn. Hirrn spegillinn yrði miklu nær jörðu, tæki við geislanum frá efra spegl- inum og beindi honum að skotmarki. Orku- mesti krypton-flúorleysú: í vesturheimi er nú á lokastigi byggingar í Los Alamos. Hann á að gefa gífurlega aflmikla en örstutta ljós- púlsa. Rafeindaleysamir eru nýjung í leysi- tækninni, en í þeim kemur leysiljósið frá orkuríkum frjálsum rafeindum í segulsviði. Með því að stilla segulsviðið má breyta bylgjulengd ljóssins allt frá útfjólubláu yfir sýnilega sviðið og út í innrautt. Þeir þurfa mikla raforku og nýta hana enn verr en „excimerleysamir" þannig að staðsetning þeirra verður á jörðu niðri. í Los Alamos er í smíðum stærsti rafeindaleysir, sem hannað- ur hefur verið. Hann á að gefa stutta 30 kílóvatta Ijóspúlsa á 10 míkrómetra innrauðri bylgjulengd. Unnið er mikið þróunarstarf til þess að stytta bylgjulengdina en það krefst meiri orku rafeindanna. Röntgenleysirinn er nýjasta viðbótin í leysitæknina. Það eru ekki mörg ár síðan talið var mjög ólíklegt að nokkum tíma yrði mögulegt að fá leysiljós á bylgjulengdum röntgensviðsins. Röntgenljós hefur miklu styttri bylgjulengd og er orkurikara en ann- að leysiljós. Röntgenleysirinn þarf sterka aflgjafa til þess að fara í gang. Mikið þróun- arstarf er nú unnið til þess að finna góðar aðferðir til að koma honum af stað, til dæmis með öðrum leysum. Öruggasta leiðin til þess að koma röntgenleysi af stað er að „kveikja í honum“ með kjamorkusprengju. Þá er röntgengeislum þeim sem myndast á fyrstu sekúndubrotum sprengingarinnar beint með röntgenspeglum eftir sívölum stöngum. Þar örva þessir geislar atómin í stöngunum, sem síðan senda röntgengeisla sem leysiljós út eftir stönginni. Mjótt, einlitt röntgen- geislaknippi beinist svo út í umhverfið í stefnu stangarinnar. Ef margar stengur eru örvaðar samtímis og stefnt í mismunandi áttir, þá má þannig senda geisla til að eyði- leggja margar flaugar í einu. Á næstu sek- ÞJÓÐLÍF 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.